Eru sögulegar sættir mögulegar?

nystjornLímið í Framsóknarflokknum er sterkara en mig grunaði. Flokkurinn hélt velli með sama þingmannafjölda þrátt fyrir útgöngu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Er það til marks um óvenju þrautseigju og úthald. Á hinn bóginn, ef Sigurður Ingi Jóhannsson hefði látið vera að hrifsa formannsstólinn af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þá væri Framsóknarflokkurinn í dag næsti stærsti stjórnmálaflokkurinn með 21,6% atkvæða og 15 þingmenn. 

Það getur reynst auðveldara fyrir formennina tvo að starfa saman í sitt hvorum flokknum en innan sama flokks. Það gefur von um ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins með aðkomu t.d. Flokks fólksins. 

Þá gætu ráðherraembætti skiptst milli leiðtoga flokkanna í stíl með eftirfarandi: Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson landbúnaðarráðherra og Inga Snæland félags- og velferðarráðherra. 

"Sigur" vinstri manna er hámarkshræsni skv. fyrirfram gerðri áætlun krata á Íslandi og ESB. Búið var að skipa ríkisstjórn vinstri manna löngu áður en kosið var. Fyrirfram var VG "sigurvegarinn" skv. "könnunum" og erlendum "fréttum". VG fékk aðeins 1% meira fylgi og Píratar töpuðu 4 þingmönnum.

Kosningarnar 2017 staðfestu að Íslendingar velja sjálfstæðið framar ánauð innan ESB. Eina leiðin fyrir vinstri menn að mynda ríkisstjórn - sem á engan hátt getur orðið tákn staðfestu eða úthalds - væri ef Lilja Alfreðsdóttir tæki krappari beygju en Steingrímur forðum til að endurræsa vofu ESB. 

Nema að hún fari til Miðflokksins, þar sem lýðveldissinnarnir eru.


mbl.is Sögulegt símtal Sigmundar og Sigurðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband