Velkominn Miðflokkurinn!

22281734_873229422840108_8309411974696464551_nFróðlegt var að fylgjast með stofnfundi Miðflokksins í Rúgbrauðsgerðinni síðdegis í gær. Fundinum var sjónvarpað á netinu þannig að fólk nær og fjær gat fylgst með því sem fram fór.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er kominn aftur í gírinn og verður áhugavert að fylgjast með þeim krafti sem formar hið "nýja" stjórnmálaafl sem er í raun Framsóknarflokkurinn að taka sig úr álögum núverandi formanns. Fer vel að engar hindranir standi í vegi fyrir markmið Miðflokksins og að haldið verði áfram því verki sem Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn lögðu af stað með í ríkisstjórninni sem lenti í Panamaárásinni.

Það er mikilvægt að stuðningsmenn Framsóknarflokksins fylgi þétt með foringja sínum og einnig mikilvægt að allir lýðræðis- og lýðveldisunnendur standi að baki stjórnmálamönnum eins og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hann er heill í stefnumálum, vinnur ötullega að framgangi þeirra og miðað við fyrri árangur í baráttunni við fjármálaþrjótana má búast við árangri af starfi Miðflokksins. InDefence hópurinn fæddi af sér þennan leiðtoga og margt annarra ágætra manna með vinnubrögðum sem sæma hvaða stjórnmálahreyfingu sem er.

Íslensk stjórnmál hafa snúist um sjálfstæði Íslands eftir að fjármálafyrirtæki fóru á hliðina 2008. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn (Framsóknarflokkurinn) hafa verið andsnúnir inngöngu í ESB á meðan vinstri hræringur smáflokka hefur skoppað á glóandi kolum ESB og beitt þjóðina lygum og blekkingum. Hafa eflaust margir fengið útrás fyrir sjokkið með því að skæla niður stjórnarskrána og reynt hefur verið að taka opinbera umræðu í gíslingu með RÚV sem helsta verkfærið. 

Miðflokkurinn mun án efa endurheimta traust landsmanna á möguleikum stjórnmálanna í einu elsta lýðræðisríki veraldar.

Ég óska Miðflokknum velgengni í störfum sínum.


mbl.is Ríkið endurskipuleggi fjármálakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband