Sjálfstæðismenn skilja stjórnarskrána
26.9.2017 | 09:12
Hreint ótrúlegt að horfa upp á brölt vinstri grænna gegn stjórnarskránni okkar sem kveður á um sérkosningar milli tveggja þinga fyrir breytingar á stjórnarskránni.
Katrín Jakobsdóttir hefur stórskaðlega stefnu fyrir land og þjóð. Hún vill gjaldfella lýðveldið með því að afnema stjórnarskrárbundna kosningu þegar um breytingar á stjórnarskránni er að ræða. Vill hún að einfaldur meirihluti þingmanna og 25% atkvæðisbærra manna breyti stjórnarskránni. Sjálfstæðisflokkurinn skal hafa allan heiður af því að spyrna staðföstum fótum gegn slíkri aðför og árás á lýðræði okkar og lýðveldi. Katrín Jakobsdóttir telur stjórnarskrána nothæfa til hrossakaupa á Alþingi! Kona með slíka afstöðu á ekkert erindi inn á þing.
Lítil er virðing vinstri grænna fyrir lýðveldinu Íslandi. Þeir vilja afnema stjórnarskrárbundin réttindi landsmanna í stjórnskipun landsins.
Lítil er virðing vinstri grænna fyrir lýðræðinu á Íslandi. Þeir vilja afnema völd landsmanna í stjórnmálum.
Lítil er virðing vinstri grænna fyrir þingræðinu eða yfirlýst hollusta þeirra við stjórnarskrá lýðveldisins. Þeir nota Alþingi til að rífa niður lýðveldið.
Varist vinstri slysin.
Sjálfstæðismenn þeir einu sem voru á móti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:34 | Facebook
Athugasemdir
"Vinstri Hjörðin" og Pírata anarkistarnir eru mesta ógnin við lýðræðið hér á landi.....
Jóhann Elíasson, 26.9.2017 kl. 12:11
Efast um lögmæti þess að breyta stjórnarskránni tímabundið án þess að ákvæðum hennar um tveggja þinga samþykki sé uppfyllt.
Hér er ástæða og upphaf stjórnarskrármálsins.
http://www.visir.is/g/200938564492
Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2017 kl. 12:17
Þakka innlit og góð orð. Svo satt og rétt, ég sló upp Vísi og þar sést ástæðan fyrir breytingarbröltinu afar skýrt:
"Stjórnarskrá breytt fyrir ESB-aðild".
Katrín Jakobsdóttir er í sporum landsölukonunnar Ingibjörgu Sólrúnar.
Gústaf Adolf Skúlason, 26.9.2017 kl. 12:35
Þetta má aldrei ske. Getið þið ímyndað ykkur
þetta "gluggaskraut" sem forsætisráðherra...??
Hennar pólitíski ferill er svo andlaus, líflaus
og getulaus að ótrúlegt er að hún sé ennþá inni á þingi.
Talandi um fólk á jötunni sem gerir ekki neitt.
Það á við flesta hjá Pírata-VG-samfó liðinu.
Sigurður Kristján Hjaltested, 26.9.2017 kl. 13:02
Sammála með fólkið á jötunni. Tyggja annarra mat hefur aldrei verið vandamál vinstri manna....
Gústaf Adolf Skúlason, 26.9.2017 kl. 14:36
Af hverju er aldrei talað um vinstri popúlistaflokka? Mér finnst vinstri flokkarnir miklu meiri lýðskrumsflokkar en þeir sem eru til hægri. Þeir heimta eitthvað stjórnlagaþing sem enginn kaus, eða mjög fáir a.m.k., af því að fólkið í landinu á að móta stjórnarskrána.
Var það ekki fólkið í landinu sem kaus stjórnmálaflokkana, þar með talið vinstri popúlistaflokkana? Voru það marsbúar? Miðað við ruglið sem kemur frá vinstri flokkunum, finnst mér það stundum eina rökrétta skýringin.
Theódór Norðkvist, 26.9.2017 kl. 14:57
Sæll Theódór, góð spurning. Kannski vegna þess að vinstri flokkarnir fundu upp á orðinu popúlismi yfir alla andstöðu við alríkishugmynd Evrópusambandsins? Fyllilega sammála þér um vinstra lýðskrumið.
Gústaf Adolf Skúlason, 26.9.2017 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.