Framsóknarflokkurinn fer úr Framsóknarflokknum - eftir verður nafnið tómt

sigmundur_davidÁkvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að leita nýrra slóða hefur ekki farið fram hjá neinum. Ákvörðun hans er eðlileg og skiljanleg, þegar valdhafar flokksins sýna meiri áhuga á því að bola honum burtu en að vinna að stefnu flokksins. 

Nú rignir uppsögnum flokksmanna úr Framsóknarflokknum á eftir Sigmundi í þvílíkum mæli að segja má að sjálfur Framsóknarflokkurinn sé að fara úr Framsóknarflokknum. Eftir verður umgjörðin tóm, nafn og merki annars núlifandi flokks sem stóð að stofnun lýðveldisins.

Ef vel tekst til hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og stuðningsmönnum hans gæti framtíðin orðið sú að umbúðirnar kæmu á eftir innihaldinu og Framsóknarflokkurinn yrði aftur að sjálfum sér eftir nokkur ár.

Slík þróun væri heillvænleg, því þá verða atburðir dagsins að smá sviga í sögu Framsóknarflokksins og hann yrði til áfram eins og ekkert hefði í skorist.


mbl.is Sigmundur Davíð hættir í Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er að verða frekar fámennt hjá flokkseigendafélaginu í Framsókn

Jóhann Elíasson, 25.9.2017 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband