Atkvæði á dreif er tákn sundurlyndis. Ísland þarfnast staðfestu.
23.9.2017 | 09:12
Það er nú komið á daginn að ráðherrar í ríkisstjórn mega ræða trúnaðarmál sín á milli. Hvílíkur skaði að sprengja ríkisstjórn fyrir þá augljósu staðreynd.
Öllum er fyrir bestu að Björt framtíð hverfi til sögunnar fyrir tilraun til að koma í veg fyrir bjarta framtíð Íslands. Sölumennska vinstriflokkanna minnir á lyfsala sem reynir að selja litað vatn sem meðal við flensu og lungnabólgu. Þeir sem láta plata sig og borga fyrir brúsann verða enn veikari.
Allt frá stórmennskutíð "fyrstu og einu sönnu vinstri stjórnarinnar" - þeirra Jóhönnu og Steingríms, hafa vinstri menn beitt gengdarlausum persónuárásum og níði til að ná sér niðri á stjórnmálaandstæðingum og bola lýðræðislega rétt kjörnum embættismönnum þjóðarinnar úr embætti. Eigin stjórnmálastefna á ekkert pláss en útbreiðsla rógburðar og níðs um menn og þjóð ástunduð. Ímynd vinstri er hrærigrautur eilífra kennitalna og nýrra sölunafna til að halda blekkingarleiknum áfram.
Það er tími til kominn að alvöru stjórnmálamönnum verði gefinn vinnufriður til að stjórna landinu. Hann geta kjósendur skapað.
Einungis tveir flokkar hafa haft kjölfestu þjóðarinnar frá stofnun lýðveldisins: Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn.
Atkvæði á þessa flokka eru ávísun á alvöru stjórnmál og stöðugleika, þar sem rétt kjörnir embættismenn þjóðarinnar fá frið til að stjórna landinu.
Dreifð atkvæði á vinstri flokka er ávísun á áframhaldandi Sturlungaöld.
Þjóðin þarf að endurnýja leiðina að grundvelli lýðveldisins sem reist var á Þingvöllum 1944.
VG stærsti flokkurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:14 | Facebook
Athugasemdir
Leiðin er einföld, hvíla Sjalla og fá nýja stjórnarskrá, sem hleypir almenningi að ákvörðunum að stórum málum sem þingið ræður ekki við að ljúka, sökum hagsmunaaðila Sjálfsstæðisflokks, sem ráða miklu í einu af mörgum herbergjum Valhallar.
Ljóst að stöðugleiki fæst ekki með því að hafa Sjalla í stjórn. Stjórn #3 sem flokkurinnn situr í og nær ekki að ljúka sínum störfum á tíma.
Nú þarf að leita annarra leiða hvort sem það er með minnihlutastjórnar eða með margflokkastjórn sem gæti haft aðhald frá þjóð með þjóðatkvæðgreiðslum.
"Hefðbundnar" aðferðir síðustu ára eru ekki að ganga upp.
Hvað gera menn og konur í rekstri þá ? Júbbs, hrista upp í hlutunum.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 23.9.2017 kl. 11:15
Athugasemd Sigfúsar Ómars, hér að ofan, er dæmigert æxli sem grefur um sig í umræðunni og eyðileggur hana. Ekki nokkur einasta leið að rökræða, við svona mannvitsbrekkur. Hlekkur í keðju þjóðfélagsníðinga, sem ekki verður nokkur leið að seðja, nema með rógburði, fúkyrðum og innistæðulausu orðagjálfri. IQ einhversstaðar milli hænu og hunds.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 23.9.2017 kl. 22:16
Sigfús hefur einungis fært tvær færslur í ár á bloggi sínu og átta árið 2016 svo áhugi hans virðist ekki vera svo mikill til efnislegra umræðna.
Athugasemdir eru fyrir efnislegar umræður og ekkert annað sbr. skrif við höfund þessarar síðu (sjá texta undir höfundi hér að ofan).
Gústaf Adolf Skúlason, 24.9.2017 kl. 07:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.