Ég elska Moggann - um ár og síđ
12.8.2017 | 12:09
"Veit ég ţó varla, hvađ veldur ţví" söng Shady Owens svo fallega hér um áriđ. Síđan púkkađi Stjórnin upp á lagiđ í trompađri beat-útgáfu á stjórnlagaplötunni og kyrjađ var ađ baki: "Má ég - á ég - ţá kem ég".
Hvađ er ţađ besta í heimi hér?
Í dag er mitt svar: Reykjavíkurbréf Morgunblađsins 11. ágúst 2017
Höfundur Reykjavíkurbréfsins gefur ćđislegu bíti fćrustu rokkstjarna ekkert eftir nema síđur sé. Bréfskerpa Morgunblađsins skín eins og skćr stjarna á nátthimni kolsvartrar stjórnmálalegrar ládeyđu víđa um ţessar mundir. Bendir höfundur á stjórnmáladeyđu stórs hóps stéttarinnar t.d. í USA sem sameinast í hatri á Donald Trump. Tekur bréfiđ á styrjaldarglamri nútímans samfara lýđrćđishnignun Vesturlanda, sér í lagi Evrópusambandsríkja og fylgifiska ţeirra.
"Almenningur í Evrópu er ađ átta sig á ađ stjórnmálamennirnir ţar eru ađ breytast í sýndarvaldhafa. Andlitsausir og ábyrgđarlausir búrókratar í Brussel og tengiliđir ţeirra í leppráđuneytunum fara međ öll völd.....Íslenska stjórnarráđiđ, rétt eins og ţađ norska, er fyrir löngu gengiđ í Evrópusambandiđ..."
Lýđrćđishnignun er í gangi: "Varla hefst nokkur mađur lengur til ađ mćta á pólitíska fundi enda sjást hinir raunverulegu valdhafar ekki ţar og enginn á ađgang ađ ţeim annars stađar. Og ţá má ćtla ađ ţađ styttist hratt í ađ menn hćtti ađ láta hafa sig í ţađ ađ drattast á kjörstađ, ţar sem ađeins lágt settir upplýsingafulltrúar hinna raunverulegu valdhafa eru í frambođi. Sumir reyndar međ ráđherratitil, sem er kirsuberiđ á brandarakökunni."
Óhćtt er ađ taka undir ţessi varnađarorđ bréfritara. Hiđ ţúsund ára Alţingi okkar hefur af núverandi ríkisstjórn veriđ breytt í Cat Walk kirsuberjanna á brandarakökunni, ţegar Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auđlindaráđherra hélt ţar tízkusýningu og varđi sig međ "lćki" Dóms-Dags ráđsstjórnarstjóra Reykvíkinga. Međ sama áframhaldi má búast viđ ađ heilbrigđisráđherrann nýti ţingsali fyrir Red light kjólasýningu, fjármálaráđherrann komi í evrusundbol međ myntfćtur og forsćtisráđherrann í skó af merkinu Silly Walks.
Í nágrannaríkinu Svíţjóđ hafa kirsuberin tekiđ máliđ skrefi lengra. Anders Borg fyrrum fjármálaráđherra og ein helsta leiđarstjarna hćgri manna kynnti nýjan samkvćmisleik ađ viđstöddum 80 manns, fjölskyldum međ börnum. Leikurinn, - ekki međ öllu ókunnur en ţá oftast í öđrum árgöngum, er ađ bera saman stćrđ ákveđins líkamshluta karlmanna til ađ sjá hver stćrstur er. Anders var ţó ekkert ađ spyrja viđstadda karlmenn hvort ţeir vildu vera međ og byrjađi á ţví ađ sýna sinn og "ađstođađi" ađra viđ ađ sýna sína. Hann varđi hegđunina međ "lćkum" heldri kirsuberja. Kannski munu íslensku berin sem allt apa eftir ţeim sćnsku flytja inn leikinn til Íslands.
Bréfritari gerir stefnuleysi stjórnmálanna ađ umtalsefni á svipuđum nótum og annar góđur pistlahöfundur og fyrrum ritsjóri Morgunblađsins Styrmir Gunnarsson sem spyr: "Hvar hafa málsvarar einkaframtaksins veriđ undanfarin ár?" Talar Styrmir um "Hvunndagshetjur atvinnulífsins sem starfa utan sviđsljóss samtímans og oftar en ekki hefja atvinnurekstur međ tvćr hendur tómar".
Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson skrifar á vefsíđu sinni um "hina undarlegu stefnufestu" ţar sem hann lýsir ţáttöku ţeirra sem vilja fćra fórnir og vinna fyrir fólkiđ í landinu í dag vera kallađar öfgar. Allt er öfugsnúiđ og hnignun stjórnmálanna blasir viđ.
Samanteknar lýsingar ţriggja góđra manna á stuldi á fjöreggjum ţjóđa og lýđrćđis úr höndum fólksins.
Fjöregg verđa ekki endurheimt baráttulaust. Ţar reynir á dug og karlmennsku. "Ef karlmađur ertu - kjarkleysi vil ég ekki!" sungu Hljómar.
Ţađ vantar karlmennsku í stjórnmálin.
Ef ekki munu vörumerkin helför og dauđinn taka völd.
Trump íhugar hernađ í Venesúela | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alţjóđamál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.