Vilja Reykvíkingar sitja uppi með borgarstjóra "Saurbæjar"?
10.7.2017 | 00:49
Í hvaða pílagrímsturni situr Dagur B. Eggertsson? Er það keppikefli hans að komast í sögubækurnar sem borgarstjóri Saurbæjar?
Reykjavík er of lítil til að geta verið keisaradæmi þar sem hann getur falið sig.
Ætlar hann að kaupa rannsókn til að sýna, að mengunarslysið sé Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að kenna, því "það hefur komið fram að eini borgarfulltrúinn sem vissi af þessu var Kjartan Magnússon" ?!
Hvernig ætlar borgarstjórinn að sanna, að Dagur B. vissi ekki af þessu? Hvaða veggi hefur hann reist í kringum embættið til að komast undan ábyrgð?
Reykvíkingar verða að losa sig við borgarstjórann sem smitað hefur borgina með mengunarstefnu Sovétfylkingarinnar. Meirihlutinn er borgarbúum dýrkeyptur.
Ef Reykvíkingar losa sig ekki við Dag B. Eggertsson má búast við því að borgin fari í sama far og skolpið.
"Nú blikar við sólarlag saurgerlafjöld....."
Hinn kunni skemmtikraftur Ómar Ragnarsson lýsir þessu mætavel.
Hafði ekki upplýsingar á undan öðrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 01:02 | Facebook
Athugasemdir
Einatt hér líður anzi margur dagur,
án þess að láti ná í sig herra Dagur!
vonlaust að hans verði viðskilnaður fagur,
vonin svo margra er nú, að brott hverfi Dagur!
Jón Valur Jensson, 10.7.2017 kl. 02:26
Kærar þakkir Jón, Jónas Hallgrímsson má fara að gæta sín
Gústaf Adolf Skúlason, 10.7.2017 kl. 04:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.