Ég sendi þér bréf svo þú vitir, að ég er enn á lífi*
1.7.2017 | 18:30
Móðir borgarstjórans skrifaði bréf til sonar síns frá Svíþjóð en þangað neyddist fjölskyldan til að flytja, þegar bíllinn þeirra hvarf ofan í eina holu Reykjavíkur. Borgarstjórinn varð eftir í borginni og hefur tekist að fela sig fyrir skaðlegu svifryki.
Bréfið hljóðar svona:
Kæri sonur,
sendi þér nokkrar línur svo þú vitir, að ég er enn á lífi. Ég skrifa hægt, því ég veit að þú kannt ekki að lesa hratt. Þú kannast ekki við þig, þegar þú kemur heim, vegna þess að við erum farin. Því miður get ég ekki gefið þér upp nýja heimilisfangið, vegna þess að fjölskyldan sem bjó hér á undan tók húsnúmerið með sér til að komast hjá því að skipta um heimilisfang.
Aðeins um föður þinn - hann er búinn að fá nýtt starf. Hann er yfir 500 manns. Hann snyrtir grasið í kyrkjugarðinum.
Í nýja húsinu okkar er þvottavél en mér finnst hún ekki nógu góð. Í síðustu viku lét ég 14 skyrtur í gatið, tók í snúruna og síðan hef ég ekkert séð til þeirra.
Systir þín eignaðist barn í morgun. Ég veit ekki hvort það er drengur eða stúlka svo ég veit ekki hvort þú ert orðinn frændi eða frænka.
Ólafur frændi þinn drukknaði í wiskhytank hjá Bruggunarfélagi Stokkhólms fyrir skömmu. Samstarfsmenn hans hentu sér í tankinn til að bjarga honum en því miður þá tókst það ekki. Hann barðist hetjulega um hæl og hnakka og vildi vera áfram í tankinum. Þegar líkið var brennt, þá skíðlogaði það í þrjá daga.
Faðir þinn drakk ekki svo mikið um síðustu jól, ég hellti dós af vélarolíu í glasið hans og það hélt honum gangandi fram á nýársdag.
Ég var hjá lækninum á fimmtudaginn og faðir þinn var með. Læknirinn lét smárör í munninn á mér og sagði mér að opna ekki munninn í tíu mínútur. Faðir þinn bauðst til að kaupa rörið og ætlar að senda þér það fyrir næstu borgarstjórnakosningar.
Það ringdi bara tvisvar í Svíþjóð í síðustu viku, fyrst í þrjá daga og síðan í fjóra daga. Á mánudaginn var svo mikið rok að sænsku hænurnar þurftu að verpa sömu eggjum fjórum sinnum.
Þín kæra móðir.
PS. ég ætlaði að senda þér þúsund krónur en var því miður búin að loka umslaginu. DS.
*ps-ps: byggt á kunnu bréfi "norskrar móður til sonar síns í Svíþjóð" og staðhæft lítillega fyrir Ísland.
80 ótímabær dauðsföll vegna svifryks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 2.7.2017 kl. 06:54 | Facebook
Athugasemdir
Hehehe, gaman að þessu!
Góða helgi í múslimaparadísinni.
Jón Valur Jensson, 1.7.2017 kl. 23:20
Já, brátt lýkur tímabili þessa Dags og gleðin getur snúið til baka.
Sumar og sól og frí í paradísinni :)
Gústaf Adolf Skúlason, 2.7.2017 kl. 06:57
Ég spái því að það komi Nýr Dagur, en eftir kosningar þá fatta kjósendur að það verða engar breytingar, því að það var að kjósa gamla Dag(a).
Svona er þetta, eins og frægur maður sagði að gera alltaf það sama aftur og aftur og búast við annarri útkomu, það gerist ekki, því miður.
Nú er búið að gefa leyfi fyrir firsta bænaklls turninum á Íslandi, hvernig væri að islendingar skoðuðu hvernig Svisslendingar meðhöndla svona mál.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 2.7.2017 kl. 13:48
Mikið væri nú gaman að kynnast því hvernig Svisslendingar meðhöndla svona mál.
Hrólfur Þ Hraundal, 2.7.2017 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.