EXIT fyrir Theresu May
9.6.2017 | 08:24
Kosningarnar í Bretlandi voru til að gefa Theresu May "styrka hönd" í BREXIT viðræðunum. Þær hafa hins vegar fært Íhaldsflokknum veikari stöðu í þingmönnum reiknað.
Meirihlutastjórnir eru engin sjálfkrafa ávísun á rétta, góða stjórnun.
Magn er engin sjálfkrafa ávísun á gæði. Kosningarnar voru fyrst og fremst haldnar vegna innbyrðis átaka innan Íhaldsflokksins og tilraun Theresu May til að sameina flokkinn að sál meirihluta Breta sem kusu um útgöngu úr ESB. Alveg eins og á Íslandi eru íhaldsmenn í Bretlandi sundraðir vegna ESB og evrunnar. Meirihluti Breta hafði kjarkinn til að velja réttu stefnuna fyrir Bretland í BREXIT alveg eins og Íslendingar höfðu kjarkinn til að velja réttu leiðina fyrir Ísland í ICESAVE.
Nigel Farage bendir réttilega á þverstæðu kosningabaráttunnar: Theresa May bað um aukinn stuðning við BREXIT en var sjálf REMAINER, þ.e.a.s. vildi sjálf að Bretar væru áfram í Evrópusambandinu. Sölumönnum sem trúa ekki á ágæti vörunnar verður sjaldan framgengt.
Vægi Boris Johnsson hjá veðmálastofum sýnir aukna eftirspurn eftir honum sem næsta húsráðanda á nr 10. Kanski gengur honum betur að stýra Toris en May tókst.
Corbyn gæti tekið við taumunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:29 | Facebook
Athugasemdir
Boris var heitur evrópusinni og söðlaskipti hans voru of snögg á sínum tíma til þess að hann sé trúverðugur. Flugumenn í pólitík voru ekki bara til á tímum Rómverja, vittu til. :)
Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2017 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.