Framfarafélag í réttri tíð
28.5.2017 | 11:41
Ánægjulegt að sjá góðar undirtektir við stofnun Framfarafélagsins. Stofnun félagsins er rétt svar við þrengingu lýðræðis á Íslandi og Vesturlöndum, þar sem margir af "góða fólkinu" nota tímann í vegarbyggingu til heljar með því að takmarka stöðugt eðlilega rökræðu og lýðræðisleg samskipti. Niðurrifsstarfsemin hefur gengið svo langt, að hryðjuverk eiga að líðast í dag sem "eðlileg" á Vesturlöndum.
Á Íslandi hefur þetta niðurrifsstarf einna skýrast sést í baráttu fjármálaelítunnar gegn eðlilegum og réttlátum Icesave-kröfum þjóðarinnar um að óreiðumenn skulu ábyrgir vera gerða sinna. Það kannast Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mjög vel við sem helsti baráttumaður InDefence og Davíð Oddsson sem í sæti Seðlabankastjóra gat bjargað því sem bjargað varð, þegar fjármálafyrirtækin hrundu.
Áframhaldandi niðurrifsstarfsemi vinstri manna með Landsdómi, tilraunum til að eyðileggja fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar (sem þeir vinna enn að), eyðileggingu þingræðis með þrasi um störf forseta Alþingis og nú síðast með Panamaárásinni, þar sem stjórnskipun lýðveldisins gaf eftir þunga fjölmiðlaárásar á réttkjörna embættismenn þjóðarinnar, - alla þessa niðurrifsstarfsemi mætti með góðri samvisku kalla öfgastefnu, því öflin að baki vilja lýðræði okkar feigt.
Málfrelsið, sem einn mikilvægasti þáttur mannréttinda, er þess virði að berjast fyrir.
Framfarafélagið á gefið hlutverk í þeirri baráttu.
Ég óska félaginu allra heilla og hlakka til að taka þátt í jákvæðri þróun þess.
Sigmundur: Ég er uppveðraður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.