Ísland orðið Ísland aftur
1.5.2017 | 11:28
Takk og lof er tilræði vinstri manna gegn lýðveldinu lokið. Í bili alla vegana og vonandi til allrar eilífðar.
Það er ekkert að stjórnarskrá lýðveldisins. Hún hefur staðið af sér allar hremmingar þau 73 ár sem lýðveldið hefur lifað.
Íslenskir sósíalistar vildu og vilja enn breyta stjórnarskránni til þess að taka valdið úr höndum Íslendinga og setja í fárra og helst erlendar hendur. Samfylkingin var í peningavasa íslenskra svindlara og erlend flokkssystkini hennar í vasa alþjóðlegra ólígarka sem berjast um heimsyfirráð.
Á alþjóðavettvangi mæta nú sósíalistar hverju áfallinu á fætur öðru að íslenskri fyrirmynd. Það getum við öll verið þakklát fyrir.
Tilraunir vinstri manna með Internasjónalinn kostuðu milljónir manna lífið en þrátt fyrir það klífa sífellt nýjir heilaþvegnir einstaklingar fram á sviðið til að endurtaka gömlu mistökin.
Íslendingar mega vera stoltir af lýðveldinu. Við eigum langa þingsögu og ófáir eru þeir sem dást að lýðræðishefðum okkar.
Vonandi verður aldrei aftur í sögu lýðveldisins jafn rotin atlaga gerð að stjórnarskránni og lýðveldinu.
Það sem okkur er kært -sjálft fjöregg þjóðarinnar, skulum við vera hrædd um og vernda gegn ytri sem innri árásum. Við megum aldrei sofna á verðinum.
Ákvæðið um þjóðaratkvæði fallið úr gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð grein, sammála. Það er líka leitt til þess að hugsa, að sumir félagar mínir í Hagsmunasamtökum heimilanna eða tengdust þeim samtökum, voru í hópi þeirra sem lögðust gegn stjórnarskránni og kenndu henni um illvirki útrásarvíkinganna. Bestu kveðjur.
Theódór Norðkvist, 1.5.2017 kl. 18:50
Kærar þakkir Theódór fyrir falleg orð þín. Góðar kveðjur til þín og þinna.
Gústaf Adolf Skúlason, 1.5.2017 kl. 22:45
Gott að vera hér og sjá unga djarfa varðmenn okkar kæra Íslands.
Helga Kristjánsdóttir, 2.5.2017 kl. 03:33
Takk Helga fyrir uppörvunarorð þín.
Gústaf Adolf Skúlason, 2.5.2017 kl. 07:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.