Þúsund þorskar á reiðhjólum koma nær
5.4.2017 | 23:30
Töluvert hefur verið rætt um mismunandi afstöðu til peningastefnu ríkisstjórnarinnar í ummælum fjármálaráðherrans Benedikts Jóhannesarsonar og forsætisráðherrans Bjarna Benediktssonar. Benedikt segir réttilega skv. stefnu Viðreisnar, stjórnarsáttmálanum og einnig skv. þingsályktun 42. landsfundar Sjálfstæðisflokksins, að verið sé að kanna við hvern gjaldmiðil binda eigi íslensku krónuna og finnst honum evran besti kosturinn.
Í ákyktun 42. landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir varðandi íslensku krónuna:
"Kanna skal til þrautar upptöku myntar sem gjaldgeng er í alþjóðaviðskiptum í stað íslensku krónunnar og gefa landsmönnum og fyrirtækjum frelsi til að ákveða hvaða gjaldmiðill hentar þeim best." (Efnahags- og viðskiptanefnd/Landsfundarályktun 2015).
Hér er því haldið fram, að nauðsynlegt sé að taka upp annan gjaldmiðil í stað íslensku krónunnar.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir:
"Forsendur peninga- og gjaldmiðilsstefnu Íslands verða endurmetnar,...Byggt verður á niðurstöðum skýrslu Seðlabanka Íslands frá árinu 2012 um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum." (Stjórnarsáttmálinn 2017/Gengis- og peningamál).
Hér er vísað í skýrslu Seðlabankans um upptöku evru og aðild Ísland að ESB en skýrslan var framleidd að ósk ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem liður í "kíkja í pakkann" lygaherferðinni:
"Fjallað er ítarlega um ólíka valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum svo sem upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu og inngöngu í efnahags- og myntbandalag Evrópu, mismunandi möguleika á tengingu krónunnar við annan gjaldmiðil og upptöku á öðrum gjaldmiðli án formlegrar aðildar að myntsvæðinu. Niðurstaða samanburðar á kostum og göllum þessara valkosta er sú að ef á annað borð verði ákveðið að tengja gengi krónunnar öðrum gjaldmiðli eða taka upp annan gjaldmiðil sé tenging við eða upptaka evru augljósasti kosturinn (20. kafli)". (Evrópuvefurinn/Upplýsingaveita um Evrópusambandið og Evrópumál í lýsingu skýrslunnar).
Forsætisráðherra Íslands Bjarni Benediktsson er ómarktækur í yfirlýsingum um að íslenska krónan sé hér "til að vera." Ríkisstjórnin er að undirbúa kosningar um inngöngu Íslands í ESB og upptöku evrunnar í leiðinni.
Jón og Gunna völdu lýðveldi, fullveldi og lýðræði 1944 og höfnuðu alþjóðlegu alræðiskerfi Sósíaldemókrata og Kommúnista, Internationalen. Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að velja grundvöll þeirra síðarnefndu?
Eins og er leiðir Viðreisn stefnu Sjálfstæðisflokksins sem lögð var á 42. landsfundi flokksins. Þessi ríkisstjórn þarf því ekki á Sjálfstæðisflokknum að halda til að koma stefnu Sjálfstæðisflokksin í gegn.
Íslendingar þurfa heldur ekki á Sjálfstæðisflokknum að halda, haldi flokkurinn áfram á þessarri braut.
Þurfa gengisfestingu eins og þorskur þarf hjól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:58 | Facebook
Athugasemdir
Á einhverjum tíma gæti Bjarni Ben mögulega geta verið þokkalegur fjármála ráð herra. En það er verulega brýnt að sjálfstæðismenn fari að átta sig á að Bjarni er vingull, sem hlustar á hvísl, og því mjög fallvalt að stóla á hann sem foringja.
Hrólfur Þ Hraundal, 5.4.2017 kl. 23:50
Sæll Hrólfur, Bjarni samdi um Icesave 3, sem þjóðin hafnaði, svo þar lenti hann vitlausu meginn. Flokksmenn hafa tekið þá stefnu að skipta út gjaldmiðlinum. Þess vegna heldur það ekki, að hann segir krónuna til að vera, á sama tíma og verið er að undirbúa atkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB og upptöku evrunnar.
Gústaf Adolf Skúlason, 6.4.2017 kl. 00:43
Fávís spyr hvort þessi ríkisstjórn geti ríkt í 4 ár frá stofnun hennar? Eru ekki Alþingiskosningar á 4.ára fresti hvernig sem ríkisstjórnir koma og fara.
Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2017 kl. 02:11
Sæl Helga, það eru greinilega til ýmsar leiðir, bæði aukakosningar, þingrof og utanþingsstjórn. Stjórnarskráin segir að kosið er til 4 ára sem er skilgreint sem eitt kjörtímabil. Fyrri ríkisstjórn hætti samt áður en skyldum hennar lauk sem er trúlega mjög fátítt ef ekki einsdæmi.
Gústaf Adolf Skúlason, 6.4.2017 kl. 05:56
Þakka þér Gústaf.
Þetta mál fer að minna á Sovétríkin. Fullt af fólki hafði andlega og líkamlega fjárfest miklum auði og hugarorku í framtíð Sovétríkjanna árið 1989. Samþykktir eftir samþykktir voru gerðar sem byggðu á því sem menn héldu að væri að gerast í Sovétríkjunum og því sem myndi gerast í þeim í framtíðinni.
En svo hurfu þau bara af yfirborði jarðar. En þau hurfu samt ekki úr hugum margra. Þessir margir höfðu fjárfest svo mikilli andlegri getu í framtíð þeirra. Þetta fólk er gangandi gjaldþrota í dag.
Sama má segja um það upphlaup afglapa sem tróðu þessari þvælu inn í landsfundarsamþykkt 42. landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Þetta fólk er nú til dæmis komið í Viðrinisreisn. Það mun aldrei skipta um skoðun því þá samstundis verður heilabú þeirra kallað í skiptaréttinn og skiptaráðandi kemst að þvælunni sem bússkapur þeirra byggði á. Þau verða þá gerð upp. Og engar, ég endurtek, engar eignir munu finnast til að ganga upp í skuldir þeirra.
Þú sérð fjármálaráðherra Íslands í dag. Hann er gangandi gjaldþrota maður, en skiptin hafa þó ekki enn farið fram.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 6.4.2017 kl. 16:55
Sömuleiðis Gunnar, og takk fyrir öll frábæru skrifin þín. Það er sorglegra en tölum tekur að sjá ríkisstjórnina í hlutverki Jóhönnustjórnar, - engu lagi er líkar en afturganga þeirrar stjórnar dragi lífsandann í viðreistum samþykktum Sjálfstæðisflokksins. Eiga endalokin virkilega að verða þau, að Sjálfstæðisviðreisninni takist að klára það verk, sem Jóhönnu og Steingrími tókst ekki og farga lýðveldinu á altari Internationalens? Þjóðinn á engan hauk á Bessastöðum í næsta sinn, þegar meirihluti Alþingismanna fórnar landsmönnum fyrir erlenda hagsmuni.
Gústaf Adolf Skúlason, 6.4.2017 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.