SOS frá Svíþjóð - óskemmtilegt en nauðsynlegt

Skärmavbild 2017-03-17 kl. 12.22.08Morgunblaðið birtir SOS mitt frá Svíþjóð í dag. Það er ekki gert í neinu gríni að senda neyðarkall af þessarri gerð. Spurningin er hvort nokkur heyrir það. Í greininni gef ég yfirsýn yfir öryggismálin og það sem ekki má ræða opinberlega í Svíþjóð: Tengingu vaxandi ofbeldis við félagsvandamál innflytjenda. Ég vona að sem flestir lesi greinina og velkomna umræður um málið. Ástandið er orðið þannig að vopnaðar glæpaklíkur eru smám saman að taka völdin á mörgum stöðum í landinu. Stefan Löfven forsætisráðherra kallaði Öryggisráð Svíþjóðar til krísufundar vegna þróunarinnar. Eftir fundinn lofaði hann að ofbeldið yrði upprætt. Ekki sérlega trúverðugt miðað við að lítið sem ekkert hefur verið gert í málunum fram að þessu, þrátt fyrir margar og fagrar yfirlýsingar.

Keyrði um þverbak síðustu helgi, þegar verið var að ræða skilgreiningu sænsku leynilögreglunnar SÄPO á hryðjuverkaógn Svíþjóðar. Lýðræðisráðherrann Alice Bah Kuhnke sagði að bæði Umeå og Gautaborg ynnu gott starf í því að taka á móti heimvendandi heilagastríðsmönnum sem barist hafa með ISIS í Sýrlandi og Írak. Vandamálið var að hvorki yfirvöld í Umeå né Gautaborg könnuðust við málið. SÄPO telur heimavendandi hryðjuverkamenn stærstu hryðjuverkaógn Svíþjóðar um þessar mundir. 

Undirskriftarsöfnun er hafin meðal lögreglumanna sem íhuga að segja upp störfum í einum hópi í apríl ef ekki verði gengið að launakröfum þeirra. Ef fer á versta veg gætu allt að 5 þúsund lögreglumenn hætt störfum.

Þá mun vargöld magnast og Lína Langsokkur þurfa að klæðast skotheldu vesti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gústaf ég tek alveg undir þetta og í raun eru þessu mál miklu verri en látið er uppi af stjórnvöldum í Svíþjóð. Það virðast vera að Norðmenn séu að taka betur á þessum málum en það á að deporta 9 þúsund á þessu þari en málið svoleiðis tölur eru sem dropi í haf.

Það munu allir koma til Íslands þetta árið ef við stoppum ekki fólk við landamærin. Þ.E. allir veða að hafa áritun.

Valdimar Samúelsson, 18.3.2017 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband