Þegar hjörð ríður hesti
29.1.2017 | 05:23
Ég elska laugardagsmorgna. Að fara á fætur, hita kaffið og setja ristað brauð með marmelaði á borðið. Þetta er það sem líkaminn þarf til að komast í gang og njóta helgarinnar. En ekkert jafnast á fyrir andann eins og að byrja laugardagsmorgna á lestri Reykjavíkurbréfs helgarblaðs Morgunblaðsins. Með innblástri þess getur Sleipnir sofið áfram, því fleiri en átta eru hófar þess hests sem bréfritari ríður og fer á kostum í skrifum sínum. Það er svo gott að fá skýra hugsun beint í æð með slíkum húmor, sem þenur hláturstaugarnar og yljar hjarta og hug.
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins eru bókmennta- og fjölmiðlalegur risi í frétta- og umræðuflóru Íslendinga. Hið hversdagslega brús fylgir oft fyrirfram ákveðnum tóni ákveðnum af eigendum eða klíku starfsmanna sem vilja stjórna heiminum frá veri sínu eins og t.d. RÚV - síðasta vígi kratismans á Íslandi.
Reykjavíkurbréfið gerir kosningasigur Donalds Trumps að umræðuefni og alla þá umræðu sem átt hefur sér stað um meint og ómeint kosningasvindl hið vestra. Sér í lagi spurninguna um alla óskráða sem hálfskráða og skráða innflytjendur í Bandaríkjunum. Óhætt er að taka undir bréfritara með að hæpið sé að þrjár milljónir Bandaríkjamanna hafi kosið Hillary Clinton ólöglega en þar sem ekki er betra eftirlit með kosningunum verður það seint sannað. Hitt skal undir tekið að sú spekingahjörð sem klínir vitund sinni á almenning hefur fengið kratískan rasskell sem sjálfsagt ómar um geiminn til nálægustu stjörnukerfa. Bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, þar áður í Grikklandi og á undan á litla Íslandi, hefur þessi hjörð kratismans flengt hest sinn á spori eigins valdabrölts um allan heim. Arftakar Stalíns og Leníns og Heimssambands sósíalismans geta ekki skilið innblástur athafnafólks eða af hverju einstaklingar geti gert betur en hástígvélaðir tramparar "fræðikenningarinnar".
Einn samanburður á þessu fyrirbæri er 84 kynslóðin í Svíþjóð. Kynslóð sem ólst upp við það að hún þyrfti bara að fella nokkur tár til að fá það sem hana langaði í. Sú hjörð á erfitt með að skilja ef hún fær ekki það sem hún heimtar. Og séu talsmenn hennar ekki kjörnir, þá eru það kjósendur sem misst hafa vitið. Hjörð með sömu afstöðu ræður för ESB og heimsbankaelítunnar og er að sliga síðasta hestinn sem enn stendur uppi: skattgreiðendur.
Núna þegar burðarklár réttrúnaðarfjölmiðla og Kúbu norðursins liggur í valnum, smala þeir sem fallnir er af baki saman liði til að mótmæla þeim sem kusu Trump. Fárið á að dylja raunverulegar ástæður kosningasigurs Bandaríkjaforsetans en ein þeirra eru 45 milljónir Bandaríkjamanna sem háðir eru matarmiðum yfirvalda til komast í gegnum daginn.
Fjármálakreppan hefur leikið stóran hluta Bandaríkjamanna afskaplega hart og loforð Bandaríkjaforseta um að lækka skatta á fyrirtækjum, koma atvinnulífinu í gang aftur og byggja upp millistéttina að nýju dró til sín atkvæði demókrata í ríkum mæli. Demókrataflokkurinn fékk svipaða útreið í forsetakosningunum og flokksbræður þeirra Samfylkingin á Íslandi í síðustu tveimur Alþingiskosningum.
Og ekki gerir það Donald Trump að Hitler, að Hitler var lýðræðislega kosinn til valda. Það eru ekki sömu forsendur í Bandaríkjunum og Þýzkalandi eða á meginlandi Evrópu.
Trump vill endurreisa gildi athafnafólksins um mátt einstaklingsins.
Jafngott mál og að núverandi bréfritari skrifar Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins.
Sem er hið besta mál.
![]() |
Trump: Gengur ljómandi vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:09 | Facebook
Athugasemdir
Hvað datt fávísri konu um stjórnmál í hug,morguninn sem fréttin um árásir "Islamista"í Bandaríkjunum sjálfum áttu sér stað; Eitthvað um að þessu svarar merkilegasta og auðugasta ríki veraldar.
Fárið vegna sigurs Trump's gerir mér bara glatt í geði.Hann vindur sér strax í að laga til heima fyrir, á sama tíma og hann bregst við hryðjuverkaógninni á allt annan máta en forverar hans,líklega réttasta svarið.
Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2017 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.