Mitt í öllu njósnafárinu sem tapsárir Demókratar hafa þyrlað upp berast núna fréttir að leyniþjóusta Bandaríkjanna haldi áfram árásum sínum á lýðræðislega kjörinn forseta Bandaríkjanna Donald Trump. Ísraelska blaðið Haaretz segir frá því, að Ísrael hafi verið varað við því að skiptast ekki á leynilegum upplýsingum við Hvíta húsið, þar sem Trump muni senda slíkar upplýsingar áfram til bæði Rússlands og Íraks.
Fréttin kom upprunalega frá heimildum ísraelska blaðsins Yediot Ahronot. Rannsókanrblaðamaðurinn Ronen Bergman fékk upplýsingar af fundi bandarísku leyniþjónustunnar með ísrelskum kollegum, þar sem þeir bandarísku tjáðu þeim ísraelsku að Rússland væri búið að ná valdi yfir Trump. Ísraelsmenn hafa löngum skipst á leynilegum upplýsingum við Bandaríkjamenn en eiga núna að undanskilja upplýsingar til Hvíta hússins og stjórn öryggismála NSC sem lýtur undir ríkisstjórn Bandaríkjanna. Eiga Ísraelsmenn að bíða með að afhenda viðkvæmar upplýsingar þar til búið er að rannsaka, "hvort upplýsingarnar um áhrif Rússa á Trump eigi við rök að styðjast."
Tillaga um fund þjóðarleiðtoganna í Reykjavík er afskaplega góð og vonandi engin fantasía eins og Reuters segir. Slíkur fundur gæti minnkað spennuna aðallega í Austur-Evrópu, þar sem menn undirbúa sig hernaðarlega fyrir átök við Rússa í kjölfar hernáms Rússa á Krímskaga. Trump hefur einnig boðað slökun á stefnu Obama um hertar viðskiptaþvinganir og mun mörgum létta ef það yrði að veruleika.
Trump vill funda með Pútín í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.