Réttur maður í starfi utanríkisráðherra

Ný stjórn hefur litið dagsin ljós og ber að þakka Bjarna Benediktssyni fyrir vel unnin störf í þessum málum. Hann hefur nokkuð til síns máls, þegar eins þingmanns meirihluti er ræddur, að dæmi eru um minnihlutastjórnir t.d. í samanburði við önnur Norðurlönd. Það krefst stjórnkænsku af bestu gerð að sæta sjólagi hverju sinni með stuðningi þingmanna stjórnarandstöðuflokka í einstökum málum ef samstarfsaðilar gugna og mun reyna á stjórnkænsku og vilja allra samstarfsaðila við að koma skútunni í höfn. Það sem skiptir mestu máli í núverandi ástandi er að ný ríkisstjórn er komin á laggirnar. Vonandi fær hún starfsfrið til að móta og koma stefnumálum sínum á framfæri. Ég mun kynna mér stjórnarsáttmálann og skrifa síðar.

fjallkonanBjarni Benediktsson hefur sýnt að hann getur leitt málamiðlanir sem er honum gott vegarnesti í frumraun sinni sem forsætisráðherra. Stundum þarf þó að sýna tennurnar, þegar reynt er að brjóta meginreglur og hættur eru vissulega fyrir hendi, þótt ekki sé ástæða nú til að ætla að núverandi Alþingi falli í sömu Icesaveljónagryfju og forðum. Þótt þingið sé sá staður sem málin eru leidd til lykta, þá hefur reynsla undanfarinna ára sýnt, að hlekkur þings og þjóðar verður heill að vera til að málalyktir verði haldbærar. Vonandi bera þingmenn núverandi þings meiri virðingu fyrir stjórnarskrá lýðveldisins en oft áður. 

Val á utanríkisráðherra hefði ekki getað verið betra. Guðlaugur Þór Þórðarson er stjórnmálamaður af hjartans list og gerir allt af heilum hugaa. Hann fylgist vel með málum og hjarta hans slær með sjálfstæðu Íslandi. Ég óska honum sem og öðrum ráðherrum nýju ríkisstjórnarinnar velfarnaðar í starfi. 

Hvað stjórnarandstöðuna varðar (Framsóknarflokkurinn undanskilinn) hefur hún að mestu leyti málað sjálfa sig út í horn og er réttilega mest súr út í sig sjálfa vegna eigin getuleysis. Ef Vinstri grænir og Samfylking vilja ekki bíða enn meira afhroðs verða þingmenn þeirra að fara að skilja að við Íslendingar sitjum öll í sama báti og þeir eru ekki velkomnir sem eyða tímanum frekar í að bora göt á botn skipsins í stað þess að taka þátt í vinnunni uppi á dekki.

Framsókn með lamaða önd við stýrið verður að koma foringja sínum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni aftur í bílstjórasætið svo flokkurinn geti lifað upp til nafnsins.


mbl.is „Krefjandi og mikið verkefni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband