Stóra Íslandsránið - Hlustum á boðskap Péturs Einarssonar
8.1.2017 | 08:34
Það hefur verið sér í lagi athyglisvert að sjá og heyra viðtal Björns Bjarnasonar fyrrv. dómsmálaráðherra við Pétur Einarsson höfund kvikmyndarinnar Ránsfengur, sem mér skilst að verði sýnd í sjónvarpinu í dag. Pétur Einarsson var starfandi bankamaður fyrir og eftir hrun og nýtir þá starfsreynslu og þekkingu sína við gerð kvikmyndarinnar. Fram kemur í viðtalinu, sem ekki ætti að koma á óvart, að fjármálahrunið á Íslandi sé hið stærsta í heimi hjá einu ríki miðað við stærð landsins. Hann lýsir ástandinu á þann veg, að bankarnir hafi haft veð í öllum húseignum, fyrirtækjum og öllum atvinnutækjum og að vogunarsjóðirnir hafi komist yfir allt þetta:
"Þegar þú eignast bankana, þá áttu landið."
Björn Bjarnason nefnir tölu sem hann hefur heyrt, að vogunarsjóðirnir hafi komist yfir bankana fyrir 6% af virði þeirra. Upphæðin sem þeir höfðu upp úr krafsinu sé allt að 2 500 milljörðum kr. Pétur Einarsson lýsir vogunarsjóðum á þann veg, að þeir séu "svarthol sem veiti engar upplýsingar um hverjir fjárfesti í þeim, hverjir eigi þá og meira að segja hverjir starfi í þeim." Þarf lykilorð til að komast inn á heimasíður þeirra.
Pétur bendir á að um 97% af starfsemi bankanna fer i viðskipti innan fjármálakerfisins í aðra hluti en varðar venjulega borgara og fyrirtækjarekendur: "Fjármálakerfið er fyrst og fremst að starfa fyrir sjálft sig. Þeir sem hagnast á því eru fyrst og fremst starfsmenn og eigendur fjármálafyrirtækja." Bendir hann á USA sem dæmi um aðskilnað fjárfestingahlutans frá daglegum viðskiptum bankanna.
Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins skrifar í Reykjavíkurbréfi 8.janúar að í Rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram "að einn innlendur aðili, Seðlabanki Íslands, leitaðist við að gera réttum stjórnvöldum grein fyrir því í hvað stefndi."
Allir vita, hvaða ofsóknum ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur beitti þáverandi seðlabankastjóra Davíð Oddssyni og hrakti hann úr starfi. Manninum sem þjóðin á einna mest að þakka sigurinn í Icesavebaráttu sinni gegn bankaræningjunum.
Í Reykjavíkurbréfinu er haft eftir Pétri Einarssyni: "Þannig að það er annað líka í þessu sem ég er svona að benda á, er það að til þess að eiga banka, þá þarftu að vera viðurkenndur af Fjámálaeftirlitinu. Og við gerum strax eftir hrun stærstu undanþágu sem er hægt að gera varðandi fjármálakerfið, það er það að vita ekki almennilega hverjir eiga bankana. Og það er fyrir mér líka gríðarleg mistök og ég er bara alls ekki sáttur við sem Íslendingur og sem fyrrverandi bankamaður. Vegna þess að það eru ákveðnar reglur sem eru hér og alls staðar í heiminum, varðandi eignarhald á bönkum og við eigum auðvitað að fylgja þeim."
Þetta er kjarni málsins. Það er ömurleg staðreynd stjórnmálanna, að maðurinn sem gerði þetta stærsta Íslandsrán mögulegt með leynisamningi fyrir hönd ríkisins er nú forseti Alþingis.
Ekki verður hjá því komist að rífa allan þennan óþverra upp og draga fram í dagsljósið þá leynisamninga sem Steingrímur J. Sigfússon og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir gerðu við vogunarsjóðina og sækja þau til ábyrgðar fyrir víðtæk lögbrot. Hið þjóðlega sár getur fyrst endanlega gróið, þegar búið verður að lyfta af leyndinni yfir þessum málum.
Séð í þessu samhengi er það gagnslaust að vera að eyða orðum á að gagnrýna Bjarna Benediktsson fyrir að koma of seint með skýrslu um aflandsfélög. Sannleikurinn er sá að sú skýrsla er margfalt þýðingarmeiri og betri grundvöllur fyrir þjóðina til að vinna að þeim málum en Panamaskjöl RÚV. Þau voru köld kveðja frá eigendum vogunarsjóðanna til Íslendinga til að sýna hverjir það eru sem ráða ferðinni, þegar lýðræðislega kjörin ríkisstjórn var hrakin frá völdum og heilu ári stolið af kjósendum.
Höfundur Reykjavíkurbréfs lýkur bréfi sínu á spurningunni af hverju ekki sé skilið á milli viðskiptastarfsemi bankanna og fjárfestingarstarfsemi bankanna. Undir þá spurningu er sjálfsagt að taka.
Jafnframt að framfylgja tafarlaust reglum um fjármálafélög, að engin viðskipti verði gerð við neinn sem heldur starfsemi sinni leyndri eins og vogunarsjóðirnir. Banna á og gera útlæg öll slík viðskipti.
Ég vísa því algjörlega á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Facebook
Athugasemdir
Ég er orðin óþolinmóð vegna óuppgerðra lögbrota Jóhönnu og Steingríms. Allt frá því að þau tóku völdin með rammföskum loforðum,get ég ekki séð þau í friði.
Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2017 kl. 14:06
Sammála þér Helga...
Gústaf Adolf Skúlason, 8.1.2017 kl. 14:47
Jafnvel þó að þetta hefði ekki bæst á afrekaskrá þessa manns, þá er það veruleg niðurlæging og hneyksli að þessi maður skuli vera forseti alþingis okkar Íslendinga.
RUV er ljóslega handa sjálfu sér en handa okkur að borga. Það fyrirkomulag hlýtur að skrifast á reikning alþingis og svo hvað???
Hrólfur Þ Hraundal, 8.1.2017 kl. 15:01
Takk Hrólfur, það er einmitt málið með RÚV. Það er í höndum alþingismanna að taka stjórnina þar á bæ en ekkert gerist. Ég endurtek: Leggja á RÚV niður og stofna litla stöð fyrir öryggismál og veðurfréttir. (Ætti að geta klárað veðrið eða...??)
Niðurlæging er rétta orðið fyrir Alþingi með þennan forseta.
Gústaf Adolf Skúlason, 8.1.2017 kl. 16:33
rúv er mannmörg stofnun með uppstriluðu dekurliði.
Fatnaður eins og frettamenn nota er eins og stórstjörnur kaupa.
ÞAR VINNUR EKKI FÓLK SEM ELDIST.
mætti skoða aðrar Evrópskar stöðvar þar sem venjulegt fólk á öllum aldri vinnur.
SORRY HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞESSU ?
Erla Magna Alexandersdóttir, 8.1.2017 kl. 18:36
Sæl Erla, þeir eru nú ekki svo vígreifir í sænska sjónvarpinu, því þar hætta margir störfum vegna aldurs. Hef ekki spáð svo mikið í klæðaburðinn en hann er alla vega ekki svo sérstakur að fólk sé að tala um það eins og t.d. á Nóbelveislunni.
Gústaf Adolf Skúlason, 8.1.2017 kl. 19:54
Alltaf er skautað framhjá fyrri einkavæðingunni sem kom öllu ruglinu af stað. Bankaræningjarnir þurftu ekkert að stela bönkunum. Daví og Halldór bara gáfu þeim bankana.
Samt ætla éf ekki að verja Steingrím og Jóhönnu.
En þjóðfélagið okkar er ein allsherjar svikamylla. Við getum kallað þessa svikamyllu. Sjálfstæðisflokk og framsóknarflokk. Menn þar innanborðs eiga allt sem einhvers virði er í landinu. Þar er ég að tala um: bankana, olífélögin, triggingafélögin, útgerðina, verslunina og allt annað sem einhvers virði er í þessu landi. Og það er allt stolið. Það hefur í rauninni ekkert breyst hér frá landnámi, Þannig að við getum líka kallað þetta lið Sturlunga og Svínfellinga.
Svo kjósa menn alltaf sama hyskið.
Steindór Sigurðsson, 9.1.2017 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.