Brezka Daily Express birtir grein í dag, þar sem sagt er í fyrirsögn að vegna ríkisstjórnarmyndunar munu Íslendingar greiða atkvæði um hvort þeir vilji ganga með í ESB sem er að liðast sundur. Vitnar blaðið í Óttar Proppe sem segir að samsteypustjórnin vilji halda þjóðaratkvæði um hvort endurlífga eigi umsóknarferli Íslands að ESB sem gefið var upp á bátinn 2015. Segir Express að 64% Íslendinga sé á móti inngöngu í ESB en 36% styðji inngöngu.
Er lesendum blaðsins gefinn kostur á að velja um ÍS-INN eða að Ísland fari að fordæmi Brexit. Rétt í þessu voru 93% með því að Íslandi væri fyrir bestu að vera fyrir utan ESB. Einungis 7% studdu ÍS-INN.
Ótrúlegt að þessi saga gangi að Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur þá stefnu að Íslandi vegni betur utan fyrir ESB, hafi gefið eftir þá stefnu vegna Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar.
Björn Bjarnason hefur skrifað um skrípaleik formanna V og BF og skrif Fréttablaðsins í málinu og ekki veitir það á gott, þegar svo grunnt er á heilindum mannanna.
Að setja rifrildismálið ESB á dagskrá með þjóðaratkvæðagreiðslu er að gefa eftir fyrir lúxushagsmunum nokkurra einstaklinga sem reiðubúnir eru að selja þjóð sína fyrir "30 silfurpeninga" svo vitnað sé til kunnugs svikaráðs. Það er jafnframt stríðsyfirlýsing við þjóðina, sem sagt hefur verið að umsóknin hafi verið felld úr gildi með bréfi fyrri utanríkisráðherra til Brussel.
Varla fer Sjálfstæðisflokkurinn að storka þjóðinni með slíku athæfi eina ferðina enn?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:10 | Facebook
Athugasemdir
Það er engu að treysta og aldrei að vita hvort Bjarni vindur upp svart eða hvítt segl.
Hrólfur Þ Hraundal, 4.1.2017 kl. 06:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.