Stórsmellur repúblikana

Skärmavbild 2016-11-09 kl. 17.16.24Donald Trump tókst að gera hið "óhugsandi": verða kjörinn 45. forseti Bandaríkjanna. Hann gerði það ekki einsamall, Bandaríkjamenn gefa spillingunni í stjórnmálakerfinu, sem demókratar standa fyrir, fingurinn. Og ekki nóg með það: Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings, þannig að þjóðin hefur sent demókrata heim næsta kjörtímabil. 

USA er Brexit 2. Tvö stærstu lýðræðisríki heims hafna alþjóðavæðingu og viðskiptasamningum, sem taka völdin af ríkjum þeirra og færa í hendur þríeykis seðlabanka, spilltra stjórnmálamanna og AGS. Megi frelsisvindur Bandaríkjamanna og Breta blása frískur um allan heim og hjálpa fólki að finna leiðina að sjálfsákvörðunarrétti þjóða sinna og frjálsri samkeppni á nýjan leik. 

Áróður fjölmiðla, sem ófáir eru í eigu hrægammastjóra, hefur verið svo yfirdrifinn og gegndarlaus að það hefur líklegast orðið til að skapa samúð með Trump. Allir skilja, að ekki er hægt að fullyrða, að meira en helmingur Bandaríkjamanna hafi breyst í rasista, konuhatara, íslamafóba og almennt í glópa.

Sannleikurinn er í staðinn sá, að keyptir fjölmiðlamenn og skoðanakannanastofnanir eru notuð til að ljúga að þorra fólks og búa til "veruleika" sem þjónar hrægammastjórunum. En eins og Trump sagði: "Enginn getur breytt þessu ástandi nema þið sjálf, fólkið sjálft." Ef einhverjir kunna það, þá eru það Bandaríkjamenn. Þeir hafa í þessum kosningum lyft kyndli frelsis á loft á nýjan leik með hjartans anda í takt við stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Guð blessi Bandaríkjamenn.

Það er heilbrigðismerki, að Repúblikanar og Bandaríkjamenn setja stopp fyrir þessa vitleysu áður en fjámálasvindlurum tekst endanlega að stela jörðinni frá okkur.


mbl.is Donald Trump kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er skrýtin "frjáls samkeppni" sem riftir fríverslunasamningum og býr til nýja tollamúra. 

Ómar Ragnarsson, 9.11.2016 kl. 21:47

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Ekkert skrýtnari en t.d. Lissabonsáttmálinn sem tekur réttinn af löndum að semja sjálf um viðskipti sín. T.d. að ESB ákveði hvaða fiska Íslendingar megi veiða kringum Ísland og síðan hverja af þeim fiskum Íslendingar megi halda eftir fyrir sig. Hvaða frjálsa samkeppni mætir t.d. Bretum sem vilja vera frjálsir og ákveða sjálfir viðskipti sín, að stjórnendur ESB hóta með að banna þeim að gera viðskipti á s.k. "innri" markaðinum? (Skal kosta Breta dýrt að vilja sjálfir ákveða eigin örlög skv. búrókrötum Brussel). Og hvar er nú hin frjálsa samkeppni innan ESB sem notar skattafé til að hygla að vinum í viðskiptalífinu til að leggja niður störf og fyrirtæki í einu ESB landi og opna í öðru?

Hér þýðir orðið frelsi aðeins leyfi þess stóra að gleypa þann minni. Skemmtilget frelsi það. Að maður minnist nú ekki á "frjálsan" gjaldmiðil evrunnar sem hefur reist múr og skipt Evrópu í norður og suðurríki eins og Berlínarmúrinn gerði áður með austur og vestur Evrópu. 

Hér er búið að breyta orðinu fríverslunarsamningi þannig, að skilyrðin til að fá að stunda viðskipti eru þau að maður gefur samningsaðilanum leyfi til að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig í framtíðinni. Og ef svo einhver bendir á þetta eins og t.d. Trump, þá er öskrað á móti (eins og í Icesave): Einangrunarsinni, rasisti, fasisti og svo framvegis. 

Gústaf Adolf Skúlason, 9.11.2016 kl. 22:47

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Af tvennu illu þá kaus ég Trompið af því að mér finnst kominn tími til að koma Hildiríði Klinton og hennar spillingarhyski burt úr valdamiklum stöðum.

Hildiríður Klinton þin tími er liðin, sem betur fer.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 10.11.2016 kl. 00:57

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ef eitthvert land hefur sinn gjaldmiðil alltaf lægri, þá fer öll franleiðslan þangað. Þessi svokallaða fríverslun er gloppótt og gat gengið, þegar hugmyndin var að hjálpa löndum sem höfðu lítinn útflutning, að bæta stöðu sína.

Nú hefur framleiðslan færst frá vesturlöndum og til þeirra svæða sem hafa lægstu launin.

Ég trúði þessu varla og vil fá frekari staðfestingu á að fréttin sem þetta blogg hér að neðan byggist á, sé rétt.

slóðir

China has a 40% tariff on the USA, but the USA has a 2% on them. That is not free and fair trade. It is to force all industry into a country that the globalists fully control, and they control China. 

0.8.2016 | 19:09

Búa til eða finna peninga bókhald, fyrir alla. Enginn á að geta komið í veg fyrir viðskipti á einhverju svæði, með því að loka á peningabókhaldið. The globalists fully control China?

Jónas Gunnlaugsson | 18. september 2016

Egilsstaðir, 09.11.2016  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 10.11.2016 kl. 01:04

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög góð grein hjá þér, Gústaf, og verðug eru svör þín einnig til Ómars.

Jón Valur Jensson, 10.11.2016 kl. 04:33

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka ykkur innlit og innlegg Jóhann, Jónas og Jón. Hildiríður Klinton er gott nafn og mögulega verður eftirleikur, þegar búið verður að fara í saumana á tölvupóstum hennar og sölu hennar á aðgengi að embættinu fyrir peninga til eigin afnota.

Það er lítið talað um það á Vesturlöndum að í Kína gilda litlar sem engar mengunarvarnarreglur, lágmarksréttindi fyrir verkafólk eða að Kína er einræðisríki. Trump vill, að stórfyrirtækin fjárfesti í Bandaríkjunum, að hluti gróða þeirra komi til baka. Þarf greinilega meiri skrif og umræðu um glóbalistana sem vilja afnema fullvalda ríki og ná alræði yfir þjóðum heims sbr. Icesave á Íslandi. Efnahagsrun framið af "hit men" (eins og J.Á. á Íslandi) og svo "dauðakoss" AGS sí kjölfarið með s.k. neyðarlán. Meira seinna.

Gústaf Adolf Skúlason, 10.11.2016 kl. 05:09

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér enn eina góða grein þína Gústaf.

Ástæða þess að Trump geldur varhug við "fríverslunarsamningum" ef svo má að orði komast, þá er það vegna þess að með þeim stendur til að flytja enn meiri framleiðslu og viðskipti úr höndum Bandaríkjamanna og í hendur annarra ríkja s.s. Kína sem nú þegar hafa fengið í hendur framleiðslu vara sem áður voru framleiddar í Bandaríkjunum af bandarískum þegnum.

Nú er svo komið að maður fer varla út í búð til að versla, annað en matvöru, að varan sem keypt er er framleidd í Kína, Pakistan eða öðrum ríkjum í Asíu eða S-Ameríku. Ekki er ég þar með að segja að fólkið í þessum löndum eigi ekki skilið að fá atvinnu við sitt hæfi og geta framleitt gæða vörur. En framleiðendurnir, verkafólkið, er á lúsarlaunum og vinnur oft við erfiðar kringumstæður. Bandarískir þegnar voru vanir að sinna framleiðslu sem nú hefur verið flutt úr landi og atvinnuleysi tekið við. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er nú orðið stórt vandamál og það er það sem Trump sér og vill sporna við.

Þeir sem eru að græða á því fyrirkomulagi að loka verksmiðjum í Bandaríkjunum og flytja þær úr landi eru þeir einu sem græða á þessu fyrirkomulagi, eru það þeir sem eiga sand af peningum fyrir og þurfa þess vegna ekki á meiri peningum að halda, en það er græðgin og völdin sem stjórna þessu fólki og eru bandarískir kjósendur nú að standa í gegn með því að kjósa Donald Trump til forseta.

Guð gefi að honum muni vegna vel í baráttunni, ekki veitir af því það verður ekkert auðvelt verk sem bíður hans.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.11.2016 kl. 13:44

8 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Tómas og þakkir fyrir skrifin, er fyllilega sammála og gott að hafa þið að í umræðunni.

Gústaf Adolf Skúlason, 10.11.2016 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband