Tími kominn að hreinsa díkið

"Drain the swamp" eða hreinsum díkið er eitt af slagorðum Donald Trumps í kosningabaráttunni. Þessum orðum er beint gegn spillingu stjórnmálamanna í Washington og fjármálamanna á Wall Street. 

Sean Hannity hjá Fox News gefur greinargóða lýsingu á ástandinu í Bandaríkjunum og stefnu Donald Trump í þætti Fox (sjá myndband fyrir ofan).

Staðan sem Trump og Repúblikanar vilja snúa við: 

  • Lægstu atvinnutölur síðan 1970
  • Um 95 milljónir Bandaríkjamanna eru utan við vinnumarkaðinn
  • Versti hagvöxtur síðan 1940
  • Fæstir húseigendur í 51 ár
  • 13 milljónir Bandaríkjamanna lifa á opinberum matarmiðum
  • 43 milljónir Bandaríkjamanna lifa í fátækt
  • Ein af fimm fjölskyldum vantar fyrirvinnu
  • Sjötti hver karlmaður á aldrinum 18 til 34 ára er í fangelsi eða atvinnulaus
  • Stærri skuldir eftir Obama en alla aðra forseta samanlagt

Trump vill:

  • Lækka skatta (fækka skattastigum)
  • Skera niður í reglugerðafargani ríkisstjórnarinnar
  • 4% árlegan hagvöxt
  • Sköpun nýrra starfa í Bandaríkjunum
  • Tryggja frjálsan markað
  • Fá gróða stórfyrirtækjanna inn í landið
  • Óháða orkuframleiðslu

Kosningarnar snúast um:

  • Efnahaginn
  • Óháða orku
  • Obamacare
  • Hæstarétt
  • Baráttuna gegn róttæku íslam
  • Öryggisvandamál innflytjenda
  • Herinn
  • Hlutverk Bandaríkjanna í heiminum
  • Menntun

 


mbl.is Tvísýnt um úrslit kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Gustaf, heldur þú að þetta sé rétt sem Styrmir segir um Bandaríkin eftir sigur Trumps?  Það að vernd Bandaríkjanna við þjóðir í okkar heimshluta stoppi og Bretland og Evrópa muni vígbúast?
Sigur Trumps þýðir að við lifum í gjörbreyttum heimi

Elle_, 9.11.2016 kl. 11:49

2 Smámynd: Elle_

During the campaign, the president-elect criticized the alliance for failing to spend enough on defense

Það er ekki óeðlileg krafa hans að þjóðir kosti eigin landvarnir en fái ekki fría eða ódýra vernd á kostnað Bandaríkjanna.  Það virðist vera málið og allavega með Ísland þar sem Varnamálastofnun var lögð niður.

Elle_, 9.11.2016 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband