Sigmundi Davíð fórnað fyrir "friðinn"
2.10.2016 | 18:15
Laun heimsins eru vanþakklæti eins og kunnugt er og Framsókn er greinilega ekki að breyta þeirri reglu. Þar með er sögu baráttunar gegn harðsvíruðum fjármálaöflum töpuð, - a.m.k. í augnablikinu.
Baráttumanninum, sem InDefence færði þjóðinni og hefur unnið kraftaverk í fjármálaendurreisn þjóðarinnar, er fórnað fyrir "friðinn".
Frið bankasvindlara til að blása nýjar bólur og féflétta venjulegt fólk.
Frið s.k. "rannasóknarblaðamanna" til að þjóna hagsmunum Sóros að eyðileggja sjálfstæðar þjóðir fyrir heimsmarkmið hans.
Frið fyrir múgæsingamenn sem egna almenningi gegn löglega kjörnum fulltrúum sínum og öllum þeim gildum sem binda okkur saman sem þjóð.
Það merkilega við Ísland er, að skörungar eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Davíð Oddsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Geir Haarde - að öllum öðrum ónefndum skörungum ólöstuðum, eru allir lagðir í einelti og flestir hraktir frá opinberum stjórnmálum.
Markmiðið er sjálfsagt að uppræta lýðveldisflokkanna tvo, þá einu sem eftir eru, Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og fá þingmenn þeirra til að láta af þingstörfum. Svo gnarristar, píratar, anarkistar, sósíalistar, græningjar og hvað þeir heita nú allir saman, fái endanlega frið til að jarða lýðveldið Ísland. Þá fáum við Íslendingar þingmenn sem enga hugmynd hafa um hvenær, hvar eða hvers vegna sjálfstæði Íslands var lýst yfir á Þingvöllum 1944.
Sigurður Ingi kjörinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.10.2016 kl. 03:02 | Facebook
Athugasemdir
Ég óttast að þú hafir ýmislegt til þíns máls Gústaf.
Tómas Ibsen Halldórsson, 2.10.2016 kl. 19:05
Dapur dagur í íslenskri stjórnmálasögu í gær.
Nú hefur auðmannaelítan greiðan aðgang að skuldurum, það er enginn sem situr á Alþingi í dag sem að kemur til með að verja hagsmuni skuldara og láglaunafólks. Í það minsta ég hef ekki heyrt í þeim.
Sigmundur Davið fékk lítinn og jafnvel engan stuðning til að leiðrétta stöðu skuldara og láglaunafólks landsins, það verður mikil eftirsjá af þessum manni.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 2.10.2016 kl. 19:23
Er hann sá eini á ALÞINGI ÍSLENDINGA SEM HÆGT ER AÐ DÆMA SEKANN ???
KJÓSUM ÞÁ EKKI AÐRA OG VERRI SKATTSVIKARA Á ÞING !
Erla Magna Alexandersdóttir, 2.10.2016 kl. 19:29
Eru einhverjir skattasvikarar á Alþingi?
Ef svo er Erla og þú hefur vitneskju um það, þá ættir þú upplýsa okkur landsmenn hverjir það eru.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 2.10.2016 kl. 19:38
Eigum við að trúa því að menn sem kusu Esb af sér,séu svo lánlausir og líklega huglausir að þeir snúist ekki til varnar,eftir að hafa horft á þessa eyðileggingu. Þeir kræktu saman höndum "fjendur" okkar eftir að hafa fellt formanninn. Getum við ekki treyst okkar bönd,við eigum bara trúna og vonina eftir,eða eins og segir í kvæðinu Fram,fram bæði menn og fljóð.
Helga Kristjánsdóttir, 2.10.2016 kl. 23:29
Gustaf hitti naglann á höfuðið eins og svo oft. Svo langar mig líka að vita svarið við spurningu Jóhanns í no. 4.
Elle_, 3.10.2016 kl. 00:09
Inga Sæland og Flokkur fólksins mun berjast við auðmansklíkuna,þorið þið að kjósa þann kost eða viljið þið bara sama ástand og þjófnað áfram?
Sigurður Haraldsson, 3.10.2016 kl. 00:21
Sigurður, hvað meinarðu með þorið þið?
Elle_, 3.10.2016 kl. 00:40
Sigurður þora? Ég er hræddust við dreifð atkvæði sem falla "óvirk". Geta flokkar ekki boðið sig fram og myndað "samvinnu" gjörsamlega tapað úr minninu,en man eftir því sem kallað var "hræðslubandalag.
Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2016 kl. 00:45
þetta er svo satt og rett hja Gústaf þvi SDG var siðasta vonin okkar til að berjast á móti þessum óþjóðalyð ..Helga sorry eg ætla ekki að treysta þeim sem komust með klækjum til valda nuna !!!..
rhansen, 3.10.2016 kl. 01:38
NÚ þú, meinarðu að það sé tillaga mín rhansen.Ég ætla að treysta þeim sem ætla að verja lýðveldið og sameinist um það,sé þess nokkur kostur.
Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2016 kl. 12:12
Mér sýnist Íslenska þjóðfylkingin vera eina von okkar eins og staðan er í dag.
Tómas Ibsen Halldórsson, 3.10.2016 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.