Þjóðin þarfnast leiðtoga eins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

f81a76761b27889aÞað er alltaf erfitt fyrir stjórnmálaflokk, þegar erjur fara úr flokksböndunum. Slíkt laðar óvini að sem smakka á kræsingunum. Því miður valdi Sigurður Ingi Jóhannesson eigið ego fram yfir stjórnmálin, þvert á eigin yfirlýsingar. 

Sú sérstaka ástæða sem olli brotthvarfi löglegs kjörins forsætisráðherra Íslands úr embætti er engan vegin minni en persóna Sigurðs sjálfs. Framsóknarflokkurinn hefur tekið við árásum af sama meiði úr höndum sama fólks og ræsti út Landsdóm til að klekkja á löglegum kjörnum embættismönnum þjóðarinnar.

Allt síðan bankasvindlarar settu allt á höfuðið og reyndu að ræna ríkissjóð í leiðinni hefur hluti stjórnmálalífs á Íslandi skorðast við að eyðileggja lýðræðið og grunngildi stjórnmálanna. 

Skrílslæti og bókstaflegt skítkast á Alþingi hefur komið í stað gagnkvæmrar upplýsandi umræðu. Lygar og fyrirsát í stað heiðarlegrar gagnrýni og skoðanaskipta. Það átti að ganga af Sjálfstæðisflokknum dauðum. Núna Framsóknarflokknum með fulltingi alþjóðaafla sem verja hrægammasjóði með kjafti og klóm og vilja ganga frá sjálfstæðum þjóðum.

Með endurreisn fyrrverandi forsætisráðherra í stjórnmálin gerir þjóðin tvennt:

1) Hún sendir skýr skilaboð til fjármálaglæpamanna, að hún muni ekki láta kúga sig til hlýðni og áfram halda lýðræði í öndvegi eins og þjóðin gerði með fulltingi ríkisstjórnar Geirs Haarde og forseta Íslands í Icesave baráttunni.

2) Þjóðin snýr við blaðinu og hættir að þola raus rugludalla sem traðka á þingræðinu og stendur í stað þess vörð um lýðræðið. Hefði þetta verið gert gagnvart "Panamaskjölunum" hefði stjórnarskráin ekki verið brotin en þar segir að kjörtímabil sé 4 ár.

Sigurður Ingi Jóhannesson hugsar skammt og sér stutt. Framsóknarflokkurinn er í einstæðri stöðu til að hvetja þjóðina til framsóknar gegn þeim aumingjaskap sem einkennir eftirhermur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og kollega hans í mútaðri stjórnmálahjörð. 

Minnumst þess að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru einir núverandi stjórnmálaflokkar sem voru með við stofnum lýðveldisins 1944.

Sigurður Ingi Jóhannesson ætti að láta af sínu eigin egó og viðurkenna þessa staðreynd og vinna áfram að því að bjarga þjóðinni frá ógnvættum hennar. 


mbl.is Liggur fyrir að ég styð Sigmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður pistillinn þinn sem jafnan áður. Nokkrir hafa hringt í mig um helgina og eru núna fyrst að opna augun fyrir einkennilegri framsetningu framboðs kynninga stóru miðlanna. Ég skil þau svo vel því allt fram að hruni hafði ég ekki áhyggjur af pólitík,hvað þá að ég óttaðist að Íslendingar væru til sem ganga með offorsi fram um að eyða leggja íslenska lýðveldið.-Allt í einu núna vill vinkona mín á vesturlandi hlusta á það sem ég veit,þótt áður mætti ekki tala um helv.pólitík.--Siurður Ingi er í mínum huga eiginhagsmuna¨seggur,hann snýr ekki af villu síns vegar,en mætir þá bara örlögum sínum kappinn,þar með er ég að giska á að hann iðrist þótt seinna sé.-- Gott að sjá skjaldamerkið í pistlunum þínum. Landvættunum snýst aldrei hugur. Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 25.9.2016 kl. 20:55

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Kærar þakkir fyrir orð þín Helga og gott að þína hlið á málunum með þessum orðum þínum. Mér finnst einhvern veginn að það verði að setja stopp við þessa þróun: Hingað og ekki lengra. Ég tel að Framsóknarflokkurinn og sérstaklega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson geti leitt þá jákvæðu þróun. Ekki bara geti heldur eigi og verði. Kveðjur

Gústaf Adolf Skúlason, 25.9.2016 kl. 21:14

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sigurður Ingi er ákaflega vel liðinn í sinni heimabyggð og vinsæll og hefur sinnt sínu starfi sem dýralæknir af stakri prýði. Í guðanna bænum látið manninn njóta sannmælis og hættið að ræta hann. Þetta eru einungis kosningar milli tveggja manna þar sem flokksmenn ráða för.

Jósef Smári Ásmundsson, 26.9.2016 kl. 06:28

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Jósef, enginn stjórnmálamaður fær pólitískan afslátt hjá mér þótt hann standi sig vel í heimavinnunni.

Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2016 kl. 10:40

5 Smámynd: Agla

Mér er óskiljanlegt hvers vegna SDG fór undan í ömurlegum flæmingi þegar hann var spurður um aðkomu sína að Wintris félaginu.

Hann vissi að Panamaskjölin væru í vinnslu hjá fréttamönnum víða um heim og fyrst hann og frúin voru með allt sitt á hreinu hefði hann átt að vera viðbúinn spurningum viðkomandi Wintris hvar sem var  og hvenær sem var.   Hann hefði átt að vita að erlendar eignir gætu verið viðkvæmt mál í hugum margra kjósenda.

Síðan hefur hann bætt svörtu ofan á grátt með endalausum órökstuddum árásum á fjölmiðla vegna viðtalsins og nú síðast árásum á samstarfsmenn innan Framsóknarflokksins. Hans pólitísku erfiðleikar eru, að því virðist, öllum öðrum að kenna en honum sjálfum.

Agla, 26.9.2016 kl. 12:51

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ágæti höfundur, það hlýtur að vera nokkur atriði til viðbótar sem kæmu til ef SDG auðnaðist að ná völdum aftur. Eitt þeirra hljóta að vera bein afskipti af sveitarfélagsmálum og skipulagsmálum.

Hlýtur að liggja beinast við að SDG, komist hann aftur í hvíta húsið við torg læksins, geri grein fyrir því hvort skattgreiðendur eigi að greiða þennan 600 milljóna krónu tékka vegna pirrings hans út í borgaryfirvöld og gamlan steinvegg. 

Eins þarf SDG að gera grein fyrir brotum sínum á 4 gr. laga um lögheimilaskráningu. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.9.2016 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband