Ó, Guð vors lands: "Við þurfum ekki að trúa á almættið" Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi
22.6.2016 | 09:12
Í umræðu um tjáningarfrelsi hjá Harmageddon tók forsetaframbjóðandinn og sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson dæmi um fólk sem teldi jörðina flata vera kristna í Bandaríkjunum sem fara fram á sama fjölmiðlatíma og vísindin. Sagnfræðingurinn staðfesti fyrri boðskap sinn um að fólk sem teldi jörðina vera flata ætti ekki að hafa sama aðgang að umræðum og fjölmiðlum eins og skynsama fólkið. Telur hann kristið fólk gott dæmi um fólk með þau afdönkuðu viðhorf að jörðin sé flöt.
Án þess að útskýra það nánar sagði prófessorinn, að Íslendingar vildu ekki standa að baki hugmyndum um að kristinfræði fengi tíma til jafns við vísindi í fjölmiðlum, vegna þess að:
"Við þurfum ekki að trúa á almættið til þess að átta okkur á því, hvernig jörðin var til og líf kviknaði hér."
Forsetaframbjóðandinn telur að kristin trú sé svo gamaldags að hún eigi ekki að sitja við sama borð í opinberri umræðu og vísindin eða önnur fræði þeirra skynsömu. Ekki nóg með það, heldur sagði hann þetta vera skoðun þjóðarinnar í málinu.
Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna fram á, að þjóðin vilji leggja niður kristna trú?
Hvernig ætli forsetaframbjóðandanum gangi að syngja þjóðsönginn sem byrjar á orðunum "Ó, Guð vors lands?"
Sagnfræðiprófessorinn hefur með ummælum sínum tekið stöðu með þeim öflum sem vilja grafa undan kristnum gildum ekki bara á Íslandi heldur í öllum vesturheimi. Hann mun - ef þjóðin kýs hann til forseta - nota forsetaembættið til að þrengja að málfrelsi kristinna.
Landsmenn - Kjósið ekki stórslys yfir þjóðina á laugardaginn!
Daufur kosningaslagur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:32 | Facebook
Athugasemdir
Rávandi er trúlaus maður. Ístöðulaus og leitandi. Sem leiðtogi er slíkur maður óhæfur til sameiningar allra sjónarmiða.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 22.6.2016 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.