Jarðskjálfti BREXIT: Sameiginlegur viðskiptamarkaður Bretlands og Norðurlanda

fat

Búrókratarnir í Brussel eru steinrunnir af skelfingu, þegar þeir sjá BREXIT nálgast. Þeim datt aldrei í hug að það gæti gerst. Eins og Peter Lundgren þingmaður Svíþjóðardemókrata sagði á Evrópuþinginu: "Þeir hlógu þegar Sjálfstæðisflokkur Bretlands og íhaldssamir Evrugagnrýnendur kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir Bretland. Þeir eru hættir að hlæja núna". 

Peter Lundgren sagði að Danmörk og Svíþjóð væru "á mörkum" þess að hætta í ESB og ef Bretland færi úr sambandinu myndi "viðskiptablokk Norðurlanda leidd af Bretum " sjá dagsins ljós. Í skoðanakönnun SIFO í Svíþjóð í apríl s.l. vildi meirihluti Svía yfirgefa ESB ef Bretar gengu úr sambandinu. Lundgren sagði: "Ég held að Svíþjóð falli. Hollendingar hafa hótað með þjóðaratkvæðagreiðslu verði Brexit að veruleika. Danmörk mun einnig hafa þjóðaratkvæðagreiðslu og líka Tékkaland. Bretar hafa alltaf verið til staðar fyrir Evrópu. Þeir færðu miklar fórnir til að bjarga okkur frá einræði Nazista."

Taugatitringurinn er mikill og margt við að fara úr böndum í höll Brusselelítunnar. Þaðan koma daglega hótanir um "vængstýfingu" brezkra ESB-þingmanna ef BREXIT verður að veruleika núna á fimmtudaginn." 

Byggt á grein í Daily Express


mbl.is 70,9% Norðmanna vilja ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hollendingar kusu árið 2012 um áframhaldandi veru í ESB, þeir kusu áframhald. Eithvað segjir mér að bretar geri það líka. það kemur í ljós.

Jónas Ómar Snorrason, 20.6.2016 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband