Landsalan í fullum gangi
4.6.2016 | 11:09
Úrdráttur úr grein í Mbl. 2. júní s.l.:
Samfyrirlitning landsöluliðsins
"Íslensk stjórnmál auðkennast af staðfestu og stöðugleika Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks annars vegar og stefnuleysi og sundrungu vinstri manna hins vegar. Þannig eru ríkisstjórnarflokkarnir einir núverandi flokka sem voru með við stofnun lýðveldisins 1944. Vinstri flokkar þess tíma hafa horfið og eftir það hefur umrót þeirra einkennst af kennitöluflakki og nafnauppfinningum: Alþýðu-eitthvað, jafnaðarmanna-hitt og þetta, samtök, fylkingar og flokkar, sósíalistar, kommúnistar, grænir o.s.frv."
"Kenningar, fyrirmyndir og samstarf er sótt erlendis til niðurrifsstarfsemi innanlands. Fyrir og eftir seinni heimsstyrjöldina til Sovétríkjanna og eftir fall þeirra til Evrópusambandsins. Stefnt er að eyðileggingu sjálfstæðra þjóðríkja og afnám einstaklingsfrelsis, þar sem lýðræðiskjörnir embættismenn eru sviptir völdum með eða án hervalds og þjóðir beygðar undir alþjóðlegt vald."
"Umfang og afleiðingar stærsta bankaráns Íslandssögunnar er þyngsta áfall þjóðarinnar á lýðveldistímanum. Vegna snarræðis Sjálfstæðisflokksins, viðbragða forseta Íslands og andspyrnu þjóðarinnar gegn Icesave tókst að afstýra gjaldþroti. Sem betur fer hafa margir efnahagsafbrotamenn hlotið dóm, þótt höfuðpaur stærsta gjaldþrotabúsins gangi enn laus. Sá maður reyndi ítrekað en árangurslaust að múta þávarandi seðlabankastjóra og fv. forsætisráðherra." -
"Það er döpur sýn að sjá landsölulið Íslendinga með Dr. Guðna Th. Jóhannesson um borð halda áfram uppteknum hætti. Beitir sagnfræðingurinn marxískri kenningu um minnisleysi fjöldans (M.Halbwachs "La Mémoire collective" 1950) og þjóðhetjuformúlu Halldórs Laxness til að tala niður till þjóðarinnar og draga úr henni kjark. Ekki að undra að fv. innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson hafi skrifað grein með fyrirsögninni Lítil fræði í sagnfræði Guðna þar sem hann segir sagnfræðinginn skrifa af vanþekkingu um Icesave. Í sama streng tekur Egill Helgason í greininni Icesave og flokkslínurnar þar sem hann ásakar sagnfræðiprófessorinn fyrir að breiða yfir staðreyndir. Afstaða sagnfræðiprófessorsins til stjórnmálamanna er, að þeir stundi sögufölsun og afvegaleiði fólk með hetjusögum og þjóðrembu. Lýsir hann landsmönnum sem fávísum lýð.
Í forsetakosningunum er það markmið landsöluliðsins að draga fána ESB að húni að Bessastöðum.
Enn á ný þarf þjóðin að rísa upp. Í þetta skipti til að bjarga Bessastöðum."
Ástþór skýtur á Guðna og Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:03 | Facebook
Athugasemdir
Góður pistil Gústaf Adolf sem þér er vant, þá sérstaklega Baugur á Bessastöðum sem að lýsir Guðna Th. mjög vel.
En ég ættla að nota tækifærið og minna fólk á að; sannir Íslendingar kjósa ekki opin landamæri og ESB sinnan Guðna Th. sem að lítur niður á kjósendur sem eru ekki með háskólagráðu, og telur þá ómentaðan lýð.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 4.6.2016 kl. 19:34
Þakka þér góð orð Jóhann, það er frekar óhugnanlegt að hugsa sér að sá hroki sem Guðni Th. sýnir eigi að smita æðsta embætti þjóðarinnar. Kveðjur til þín og þinna í Houston.
Gústaf Adolf Skúlason, 4.6.2016 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.