Íslamisminn stærsta ógnin á eftir nazismanum
17.11.2015 | 11:28
Sífellt fleiri tala fyrir þeirri skilgreiningu, að íslamisminn sé mannskæð stjórnmálaleg hugmyndafræði líkt nazismanum, sem ræðst miskunnarlaust á og vill útrýma lýðræði og frelsi í þeirri mynd sem við Vesturlandabúar þekkjum.
Þessi skilgreining gerir auðveldara að mæta öllum múslímum, því allir vilja ekki manndráp í nafni Allah. Dugar að spyrja, hvort viðkomandi styðji Íslamska ríkið til að fá fram afstöðuna með eða á móti lýðræðinu, með eða á móti ofbeldinu, með eða á móti "heilaga" stríðinu. Þeir sem styðja Íslamska ríkið eru óvinir allra þeirra, sem vilja viðhalda frelsi og lýðræði og friði. Þeir sem eru gegn hugmyndafræði Íslamska ríkisins eru vinir í baráttunni gegn þeirri hrottalegu siðfræði, sem vill drepa saklaust fólk um allan heim. Í þessu stríði verða allir að velja hlið - með eða á móti ríki Íslam.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson gerði þessarri skilgreiningu einkar góð skil í þættinum Í bítinu í morgun og bar saman íslamismann við nazismann. Jón Magnússon lögmaður gerði sömu skilgreiningu á bloggi sínu í gær. Valdimar Jóhannesson talaði skilmerkilega um þessa sömu afstöðu í viðtali við Morgunútvarpið á Útvarpi Sögu í morgun. Þakka ber þeim og öllum öðrum sem varpa ljósi á málin í umræðunni. Einnig ber að þakka frjálsum miðlum eins og Útvarpi Sögu sem fær að taka við óverðskuldugu skítkasti réttrúaðra stjórnmálaskoðenda.
Sjálfur deili ég fyllilega þessarri skilgreiningu og tel hana leiðandi í sameiningu allra lýðræðisafla og trúarbragða, múslíma og kristna, að hlið við hlið berjast gegn og yfirvinna þetta brjálæðismarkmið Íslamska ríkisins að vera í heilagri styrjöld við mannkynið.
Sumir reyna að afvegaleiða umræðuna t.d. með því að segja að hryðjuverkin í París sé Ísraelsmönnum að kenna eða að ekki megi ræða þau, af því að svipuð eða verri hryðjuverk hafi verið framin annars staðar. Til eru þeir, sem vilja banna allar umræður með þöggun um að það sé rasismi, fasismi eð eitthvað enn verra að berjast gegn Íslamska ríkinu. Þetta fólk ætti að sinna sig og íhuga að mannslíf liggja undir, hvernig lyktar sameiningu okkar í stríðinu gegn þessu viðbjóðslega skrímsli, Íslamska ríkinu.
Maður heyrir t.d. í innhringingum á Útvarpi Sögu og sér á samfélagsmiðlum hvernig "réttrúnaðarrriddarar" reyna að eyðileggja umræðuna með rasista- og fasistastimpli. Margt gott fólk í trúnaðarstörfum verður fyrir slíku aðkasti og þá frá sama fólki sem reyndi að stela Íslandi af þjóðinni og afhenda skriffinnum ESB í Brussel.
Mál er að þetta fólk byrji að íhuga hvers virði mannslífið er, einnig þeirra sem við réttrúnað kennir sig, hvort sem hann er gerður í nafni stjórnmála eða trúarbragða.
Veita Frökkum hernaðaraðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:51 | Facebook
Athugasemdir
Ótti hefur bjargað mörgu lífi bæði manna og dýra. Ótti kemur mönnum til að koma sér upp amboðum og byggja varnargarða.
Hin heilaga bók þeirra Íslamista er þeirra leiðarljós, ekki bara sumra heldur allra og þeim ber að virða hanna og hlíða boðskap hennar og á það við um hjarahlýja ömmu sem og kaldrifjaðan morðingja sem leitar skjóls hjá henni.
Á meðan þessi bók er þeirra samnefnari og þeim heilagari en líf og barnssálir, þá þurfa þeir ekkert að vera hissa á að vera tortryggðir, því þeir eru allir hættulegir, jafnvel þó sumir þeirra viti ekki af því.
Að vera tortrygginn og á vaktinni gagnvart þessu fyrirbæri er því bara náttúruleg vörn, en hvorki heimska né illgirni.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.11.2015 kl. 07:46
Þakka innlit og góð orð Hrólfur. Sammála þér um eðlisávísun lífsins og þess vegna finnst mér það sorglegt, þegar "réttrúaðir" eru að réttlæta morðstefnu Íslamismans, sem vill tortíma lýðræði og frelsi okkar á Vesturlöndum. Mér finnst að allir verði að sameinast og ráða niðurlögum þessa íslamíska skrýmslis. Að velja lífið er hvorki heimska né illgirni eins og þú skrifar. Þakka orð þín.
Gústaf Adolf Skúlason, 18.11.2015 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.