Þjóðhöfðingleg gjöf eins og Kára er von og vísa
14.8.2015 | 02:35
Það er sérstakt ánægjuefni að sjá Kára Stefánsson, forstjóra Decode, afhenda þjóðinni þessa stórglæsilegu gjöf, sem eftir á að breyta stöðu margra Íslendinga til hins betra.
Kári er athafnamaður fram í fingurgóma, drengur góður og stórhuga maður.
Kári verðugur handhafi stórriddarakrossins
Skal Kári Stefánsson hafa stórar þakkir fyrir og legg ég til, að hann fái stórriddarakross fálkaorðunnar fyrir þessa aðstoð ásamt öllum öðrum góðum verkum, sem hann hefur staðið fyrir um ævina.
Mættu margir taka sér Kára til fyrirmyndar.
![]() |
Það þarf að byggja undir skannann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.8.2015 kl. 07:05 | Facebook
Athugasemdir
Kæri bloggvinur.Ég lít svo á, að Kári sé að skila afyur hluta af því fé, sem hann hefur fengið frá okkur (og fleirum).Þetta err gott mál hjá Kára, og mættu fleiri fyljja hans fordlmi.
Bloggvinar kveðja, kristjan9.
Kristján P. Gudmundsson, 14.8.2015 kl. 03:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.