Ríkisstjórn vinnandi fólks stendur vörð um þá lægst launuðu

imagesÞegar hin eina sanna vinstristjórn komst til valda í kjölfar efnahagshruns og bumbusláttar bundu margir von við að loksins væri ríkisstjórn verkalýðsins komin til valda. Reynslan varð hins vegar sú að kyrkja átti verkafólk í Icesave skuldum og farga sjálfstæði þjóðarinnar með þvingun landsmanna í ESB. Norræna velferðarstjórnin sýndi, að velferð bankaræningja og keyptra stjórnmálamanna var mikilvægast allra mála. Í raun var alþýða manna og er hjá þessu fólki, aðeins verslunarvara sem hægt er að eiga hrossaskipti með svona rétt eins og virkjanir fyrir trúarjátningu að ESB. Skjaldborg um heimilin varð gjaldborg og varnarmúrinn þess í stað reistur kringum vel efnaða skjólstæðinga krata og sósíalista. Steingrímur og Jóhanna kepptu um hvort þeirra gæti sett fleiri met í lögbrotum. Jóhanna trónaði lengi vel á toppinum með brotum á jafnréttislögum en núna kemur á daginn, að enginn slær Steingrími við, sem braut lög við sölu tveggja banka til hrægammasjóða. Vonandi tekur alþingi það mál allt mjög föstum tökum því hundruðir miljarða króna eru í húfi, sem nota mætti til að lyfta af gjaldeyrishöftum og auka velferð landsmanna.

Lyklarnir hringluðu falskt á Austurvelli um daginn. Sjálfsagt hefði krafturinn verið annar, ef setið hefði við völd ríkisstjórn í vasa auðmanna til að svindla á landsmönnum. En þar sem ríkisstjórnin stendur með þjóðinni, þá hljómar tunnan tóm.

Núverandi ríkisstjórn hefur unnið kraftaverk á afar skömmum tíma eftir niðurrifsstörf og eyðileggingu norrænu velferðarstjórnarinnar. Sérstaklega hefur verið ánægjulegt að fylgjast með skuldaleiðréttingunni, niðurgreiðslu ríkislána og núna að sjá skattalækkanir hjá launafólki sem gerir að fólk getur sjálft ráðstafað eigin tekjum í ríkari mæli. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er ríkisstjórn hins vinnandi fólks og mega sósíalistar og aðrir vinstri grænir velta því fyrir sér, hvers vegna þeir hafa glatað trausti íslenskrar alþýðu en Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn njóti trausts hennar í staðinn. 

Vel gert ráðherrar, fánann í topp og fulla siglingu áfram!


mbl.is Lækka tekjuskatt einstaklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Algjörlega sammála hverju einasta orði í þessari grein hjá þér.

Jóhann Elíasson, 29.5.2015 kl. 17:00

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það geri ég einnig.

Helga Kristjánsdóttir, 29.5.2015 kl. 17:38

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Hæ- átti ekki lika að sjá um að sjúkir og gamlir fengju hækkun svo þeir ættu fyrir súpudiski ????

Erla Magna Alexandersdóttir, 29.5.2015 kl. 18:54

4 Smámynd: Már Elíson

Erla..Áttirðu von á því ? - Enda hvergi vikið að slíkum smámunum, hvorki í orðum ráðamanna né hallelújabloggi Gústafs og tveim meðlima kórs hans, Jóhanns og Helgu. - Svo bíðum við eftir holskeflu verðhækkanna, þar sem hækkunum til smælingjanna verður kennt um þá þegar meint verðbólga þýtur upp. Undarlegt að verðbólgan skuli ekki hafa rokið upp þegar þekktar launahækkanir til lækna, skólamanna og síðast flugmanna skullu á. - En við bíðum og sjáum hörmungarnar sem SA, BB og SDG hafa lofað að verði.

Már Elíson, 29.5.2015 kl. 21:21

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Már, á hverju ertu eiginlega?

Jóhann Elíasson, 29.5.2015 kl. 22:18

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Má þá ekki Jóhann, snúa spurningunni við og spyrja á hverju þú framsóknarmaðurinn sért, sem virðist staddur yfirlýsingalega séð, hægra megin við helvíti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.5.2015 kl. 23:33

7 Smámynd: Þórir Kjartansson

Liklega hefur þú Gústaf Adolf, flutt til Svíþjóðar fyrir nokkrum áratugum og lítið fylgst með stjórnmálum á Íslandi síðan.  Þá var Sjálfstæðisflokkurinn flokkur vinnandi fólks og allra stétta á Íslandi. Í stjórnartíð Davíðs Oddsonar breyttist hann í flokk sem eingöngu vinnur fyrir þá best settu í þjóðfélaginu og ekki virðist Bjarni Ben ætla að breyta því.  Fylgishrun hans staðfestir þá dapurlegu staðreynd.

Þórir Kjartansson, 30.5.2015 kl. 08:35

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nú eru LANDRÁÐAFYLKINGARMENN farnir að reyna að "krafsa í bakkann" en eins og endranær er árangurinn hörmulegur.  cool

Jóhann Elíasson, 30.5.2015 kl. 11:39

9 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka innlit og athugasemdir sérstaklega uppörvunarorð Jóhanns og Helgu. Í Svíþjóð hafa kratar löngum ráðið ríkjum en ekki síðustu árin, þótt þeir séu aftur í mjög veikri stjórn. Formaður sænska alþýðuflokksins Jan Björklund sagði, að "í samfélagi sósíaldemókrata er öfundin sterkari en kynhvötin" og virðist það líka eiga við á Íslandi. Af hverju má ekki að gleðjast yfir góðum gjörðum? Sem lítill drengur lék ég með spýtnabrak og gras og byggði brýr og borgir og hefur ekki orðið meint af. Davíð Oddsson er hatursefni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem gat ekki mútað honum til fylgis við stærsta rán Íslandssögunnar. Lítið bara á útrásarvíkingina sem bíða dóms! 

Gústaf Adolf Skúlason, 30.5.2015 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband