Frítt fram fyrir hervæðingu Írana
13.4.2015 | 19:28
Varla var blekið þornað á pappírnum fyrr en fyrsti áþreifanlegi árangurinn af "sögulegum samningi" Írana og Vesturvelda sýnir sig: Pútín afléttir einhliða vopnasölubanni til Íran. Er þetta aðeins byrjunin á nýrri hervæðingu Írans sem mun kynda undir nýja stríðsógn í Miðausturlöndum nákvæmlega eins og forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, hefur varað við. Flugskeyti Pútíns eru mikilvæg fyrir Íran til að verjasta flugárásum á kjarnorkuver sem geta framleitt kjarnorkusprengjur. Verður nær ómögulegt að granda þeim með hefðbundnum flugárásum, þar sem flugskeyti Rússa eru meðal þeirra fullkomnustu sem völ er á í heiminum í dag.
Það er mikil ógæfa fyrir heimsbyggðina, að samið er um liðkun samskipta og viðskipta við prestastjórn í Teheran sem mörgum sinnum hefur lýsti því yfir gegnum árin, að markmið þeirra er að útplána Ísrael. Obama Bandaríkjaforseti hefur bæði sniðgengið sitt eigið þing og mikilvægan bandamann, Ísrael, með samkomulagi sem hann sjálfur trúir ekki á sbr. yfirlýsingar um að "ef Íran svindlar, þá stoppum við allt saman aftur".
Rússar eru í herskáa gírnum og skv. eigin hersérfræðingum leggja þeir grunn að árásarstríði til norðurs og í Úkraínu. Einkum eru gömul yfirráðasvæði Sovéts með rússneskum meðborgurum eins og í Baltísku löndunum illa sett. Harðari orðahnýtingar rússneskra yfirmanna við kollega sína á Norðurlöndum og Eystrarsaltsríkjunum ásamt sífellt fleiri "næstum því slysum" sprengjuflugvéla, kafbáta og annarra hertækja boða ekki gott. Taugarnar verða spenntar til hins ítrasta á heræfingu Norðurlanda með þáttöku amerískra herþotna á Eystrasalti í maí.
Flugskeytaflutningsbann afnumið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.