Stærsti mannflótti síðan Sýrlandsstríðið hófst. Komið í veg fyrir hryðjuverk í Evrópu.
21.9.2014 | 21:18
Örvæntingarfullt fólkið streymir inn yfir tyrknesku landamærin eftir að hryðjuverkasveitin Íslamska ríkið nálgaðist landamærabæ Kúrda. Í Tyrklandi skapar ringulreiðin spennuástand og lögreglan hefur þurft að beita táragasi.
Samkvæmt UNHCR fulltrúa Tyrklands gæti fjöldi flóttamanna hafa verið á annað hundra þúsund á einum sólarhring og er það stærsti flóttastraumur síðan Sýrlandsstríðið hófst. "Íslamska ríkið sagði í moskunum, að þeir ætluðu að drepa alla Kúrda frá 7 ára aldri upp í 77 ára aldur. Við tókum saman eigur okkar og flúðum samstundis" segir Sabah Basri við fréttastofu AFP. Tyrkneskir öryggisverðir hafa notað táragas og vatnsbyssur gegn mótmælandi Kúrdum nálægt landamærunum.
Undanfarna daga hefur skammt verið milli frásagna í fjölmiðlum um nýjar hryðjuverkaáætlanir gegn Evrópu og Vesturlöndum skv. sænska sjónvarpinu. Í gær voru fleiri manns handteknir í Brussel grunaðir um að hafa ætlað að fremja sprengjuárás gegn ESB höfuðstöðvum í borginni. Í sumar þurftu Norðmenn að auka viðbúnað á hæsta stig, þegar hryðjuverkamenn ætluðu að fara í hús valin af handahófi og myrða fjölskyldur, taka myndir af líkum þeirra og dreifa á Internetinu. New York Times greinir frá því í dag, að nýstofnuð hreyfing sem kallar sig Khorosan, hyggi á hryðjuverk í Bandaríkjunum og Evrópu. Talað er um að meiri ógn stafi af þessum hóp en Íslamska ríkinu. Foringi Khorosan er Muhsin al-Fadh, sem hefur tilheyrt innsta hring Al-Qaida, sem tilheyrði Usama bin Ladin og vissi fyrirfram um ódæðin 11. september.
Í Svíþjóð er viðbúnaður vegna aukins öryggisstigs sem í gildi er síðan 2010, segir Fredrik Milder, blaðafulltrúi leynilögreglunnar SÄPO. Markmið hryðjuverka er aðallega að skapa hræðslu. Íslamska ríkið notar Internet til að sýna myndir, þegar þeir skera fórnarlömb sín á háls og skilja höfuð frá bolnum og skapa þannig hræðslu og ótta á Vesturlöndum. Íslamska ríkið er talið leggja meiri áherslu að ná landsvæðum, þannig að hryðjuverkahópar eins og Khorosan og al-Nusra fylkingin gætu verið hættumeiri á Vesturlöndum. T.d. varaði enginn við áður en Taymour Abdelwahab sprengdi sjálfan sig í loft upp á Drottninggötunni í Stokkhólmi eða fjöldamorðinginn Anders Brejvík framdi ódæðið í Útey, Noregi.
Tugir þúsunda flýja til Tyrklands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.