Sýndarblórubögglahvellir DV hagga ekki Hönnu Birnu sem betur fer
3.8.2014 | 12:48
Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hún er innanríkisráðherra og vinnur störf sín í þágu þjóðarinnar af samviskusemi, elju, hreinskilni og heiðarleika. Varðandi blóraböggulsdrif DV sagði hún í viðtali við Sprengjusand sunnudagsmorgun:
"Ég hef rosalegan mikinn metnað fyrir því að konur taki þátt í stjórnmálum líkt og karlar."
"Það eru mjög margar konur á mínum aldri sem segja: Við getum ekki meir."
Þetta eru sannindi og skal Hanna Birna Kristjánsdóttir njóta stuðnings bæði kvenna sem karla fyrir að stunda þau störf sem hún gerir. Í viðtalinu kom fram að hún hefur margoft íhugað, hvort hún ætti að vera í stjórnmálum yfirleitt en sem betur fer fyrir okkur hin komist að þeirri niðurstöðu, að hún er í stjórnmálum til þess að hafa áhrif og breyta til góðs.
Með þessum orðum gæti allt þetta svokallaða "lekamál" fengið nýja hlið: Stefnu og störf ákveðinna fjölmiðla til að hrekja lýðræðislega kjörna embættismenn úr störfum. Það eru bæði gömul sannindi og ný, að Baugsmiðlar í eigu Jóns Ásgeirs hafa sérhæft sig í slúðursögum um trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í því skyni að grafa undan trúverðugleika þeirra með síendurteknu blóraböggulsdrifi. Er þetta að mínu mati einn helsti flöskuhálsinn á almennri og heiðarlegri stjórnmálaumræðu á landinu.
Það er glæsilegt eins og Hönnu Birnu er von og vísa, að setja umræðuna um mikilvægi lýðræðislegrar, málefnalegrar umræðu á borðið í stað skítkasts og blóraböggulsbrjálæðis þeirra, sem þykjast eiga senuna án þess að hafa neitt til málanna að leggja nema leðjukast á andstæðinginn. Segir þetta allt um afstöðu viðkomandi fjölmiðla til lýðræðisins okkar og sameiginlegra starfa á vegum okkar sameiginlega ríkis. Ekkert nema orðfrelsið leyfir þessu fólki að hegða sér svona og má íslenska blaðamannastéttin alvarlega íhuga stöðu sína þegar frelsið er kerfisbundið notað af vissum aðilum til að skemma störf lýðræðiskjörinna fulltrúa þjóðarinnar.
Ég hvet sem flesta til að standa við bakið á okkar þrautseigu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og þakka henni vel unnin störf og áræðni í baráttunni fyrir eðlilegu umræðuumhverfi. Allir hagnast á því, að málefnin ráði en ekki Gróa á Leiti Samspillingarinnar.
Hafði ekki áhrif á rannsóknina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Löggæsla | Breytt s.d. kl. 13:17 | Facebook
Athugasemdir
Þú gleymir að einhverjum ástæðum ófrægingarherferð þessara miðla gegn svonefndum villiköttum VG. Nú hyllir reyndar í nýja herferð sem mér sýnist að snúist um að þurrka út allt vinstur.
Mér sýnist markmiðið vera að sameina vinsturvængsflokkana í einn euro-krataflokk sem ætlar sér að komast upp á milli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Ég les ekki annað út úr spilunum en að tilgangurinn sé að ná hálfvolgum Sjálfstæðisflokki aftur inn í sambandið sem var sett til hlés í upphafi árs 2009.
Ef það tekst að splundra samstarfi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks nú í haust eða vetur gætu þeir náð í fast að þremur árum saman ...
Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.8.2014 kl. 15:28
Ágætt Gústaf A. Skúlason.
Tek mjög undir þetta, enda hefur Hanna Birna sýnt að hún getur allt í senn hugsað, talað og þagað allt efir því hvað við á hverju sinni.
Það er sjaldgæf snilld á Íslandi að hlusta á meðan á meðan fíflið bullar.
Hrólfur Þ Hraundal, 3.8.2014 kl. 17:05
Þakka ykkur fyrir Rakel og Hrólfur, rétt Rakel villikettirnir létu ekki að stjórn til að greiða atkvæði með Icesave og inngöngu í ESB. Það er með eindæmum finnst mér að fylgjast með hrópandi þögn forystu Sjálfstæðisflokksins varðandi ESB umsóknina og skelfilegt ef sýn þín rætist. Hvers á íslensk þjóð að gjalda? Greinilega þarf þjóðin að hefja röddina að nýju....
Sammála Hrólfur, þessi sjaldgæfa snilld þarf að ná útbreiðslu svo hlutirnir geti farið að verða eðlilegir.
Gústaf Adolf Skúlason, 3.8.2014 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.