Í áróðurshópnum The Knowledge Movement, sem elur á sundrungu Bandaríkjamanna og öfundsýki gegn repúblikönum og efnuðum Bandaríkjamönnum, er mynd af "skipuleggjanda íslensku byltingarinnar" sem lét fangelsa bankastjóra og skipta út stjórnmálamönnum án þess að skjóta einni einustu byssukúlu.
Undir fyrirsögninni "Hvernig lemja (sigrast) á 1 prósentin" eignar Hörður Torfason sér heiðurinn af því:
- að forsætisráðherra og öll ríkisstjórnarin hafi verið neydd til afsagnar
- að forsætisráðherra og bankaglæpamenn voru ákærðir
- að forstjórar þriggja stærstu bankanna voru handteknir og aðrir reknir úr landi
- að kosið var ráð til að skrifa nýja stjórnarskrá gegn skuldasöfnun
- að stærsti banki Íslands var þjóðnýttur
- að ný ríkisstjórn kynnti 110% leiðina
Hvenær fáum við að sjá byltingarforingjann hrósa núverandi ríkisstjórn fyrir að hafa
- aflétt umsátrinu um heimilin með alvöru skuldaniðurfærslu og skattalækkunum?
- stöðvað fjármálaárásir á heimilin og atvinnuvegi landsmanna?
- hafið rannsóknir á meintri fjármálaspillingu fyrri ríkisstjórnar m.a. varðandi afhendingu banka til kröfuhafa og misnotkun á skattafé til sparisjóða?
- stöðvað gengdarlausan halla ríkissjóðs?
- endurreist hagvöxt og framtíðarvon almennings og fyrirtækja?
- stöðvað a.m.k. í bili áframhald aðlögunarferlis ESB?
Með ólíkindum hvað menn leggjast lágt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.5.2014 kl. 05:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.