JÓBAMA klýfur Bandaríkin
9.10.2013 | 12:48
Hroki núverandi Bandaríkjaforseta minnir á starfstíl og hroka fyrrverandi forsætisráðherra Íslands Jóhönnu Sigurðardóttur.
Hatrið brýst út í ofstæki og árásum á stjórnmálaandstæðinga. Aldrei hefur nokkur forseti Bandaríkjanna dregið lýðræðislegt þing USA jafn mikið niður í svaðið og núverandi, sem lýsir því sem fjárkúgun, að Repúblikanar vilja spyrna fótum við skuldasöfnun og ofeyðslu ríkisins. Að biðja um hækkun skuldaþaksins minnir á alkóhólistann, sem biður um einn sjúss í viðbót til að geta hætt að drekka.
Allir fyrri forsetar Bandaríkjanna hafa samið við lýðræðislega kjörna fulltrúa Bandaríkjamanna á grundvelli stjórnarskrárinnar. Hlutverk þingsins er að ákveða fjárlög.
Jóhanna hefur eignast tvíburasál í Obama.
Jóbama.
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:58 | Facebook
Athugasemdir
Hér a Íslandi megum við svo hlusta á endalausan spuna forsetans í fréttatímum RÚV. Eins og þú segir Gústaf, þá hafa allir fyrri forsetar samið við þingið þegar þessi staða hefur komið upp. Og það fáránlegasta við þetta allt er að þótt Óbama ætli að þröngva þessu upp á þjóðina, þá hefur hann sjálfur og fjölskyldan ekki skráð sig til þátttöku í þetta "fyrirmyndar"prógram.
Ekki skrítið þótt ánægja kjósenda með störf hans sé nú komin niður í 37%. Og ekki skrítið þótt sú frétt rati ekki inn í fréttatíma RÚV.
Ragnhildur Kolka, 9.10.2013 kl. 17:30
Klýfur Bandaríkin? Gustaf, þarna varstu verulega hittinn. Og eyðlsusama Jóhanna (og Steingrímur) vann við að eyðileggja heilsukerfið/spítalana, kljúfa Ísland og gera ríkissjóð gjaldþrota.
Elle_, 9.10.2013 kl. 22:48
Þakka góðar athugasemdir Ragnhildur og Elle. Jafnvel Bush jr dalaði ekki jafn mikið og Obama og samt dundi mikið á Bush vegna Íraksstríðsins. Obama hefur valdastíl sem minnir mig helst á einræðisherra og virðist nota embættið til að hefna sín á stjórnmálaandstæðingum sbr. persónuofsóknir IRS á meðlimi Teboðshreyfingarinnar.
Afar sorglegt, hvernig fyrri ríkisstjórn tróð eigin "Icesave" upp á landsmenn með afhendingu tveggja stærstu bankanna til kröfuhafa, sem nú mjólka landsmenn.
Ríkisútvarpið má að mínu viti skera við nögl. Það virðist einkum vera gjallarhorn fyrir stjórnmálaskoðanir starfsmanna/sósíaldemókrata.
Gústaf Adolf Skúlason, 10.10.2013 kl. 03:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.