Þegar ógnarhryðjuverkastjórn Pol Pots tók völdin í blóðugu stríði í Kambodíu með morð miljóna saklausra landsmanna á höndum sér, þótti ráðamönnum gamla Kambodía vera svo lítils virði, að þeir einfaldlega breyttu tímatalinu og settu árið 0 til að marka valdatökuna og upphaf sögu hinnar nýju Kambodíu. Fyrir einræðisherra byrjar tíminn við valdatöku þeirra.
Íslenskir jafnaðarmenn eru ekki hryðjuverkamenn með vélbyssur en þeir aðhyllast umskrifun sögunnar og upphaf nýrrar söguskoðunar við valdatöku sína. Ekkert skiptir máli og hefur aldrei skipt máli og mun heldur aldrei skipta máli nema forystumenn jafnaðarmanna leyfi það. Eina markmið jafnaðarmanna er að ná völdum yfir öðrum í samfélaginu og þegar því marki er náð, er það "foringinn" sem ræður líkt og hjá einræðisríkjum.
Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar býr til spunann, að Sjálfstæðisflokkurinn sé fulltrúi fyrir gamla Ísland fram að gjaldþroti bankanna en Samfylkingin sé fulltrúi nýja Íslands eftir bankahrun. Úr spillingu Baugsmafíu "gamla" Íslands fékk Samfylkingin styrk, sem nýttur var til árása á Sjálfstæðisflokkinn.
Sjálfstæðisflokkinn var höfuðandstæðingurinn, vegna þess að formaður flokksins, Davíð Oddsson, lét ekki múta sér og undir leiðsögn hans stóð Sjálfstæðisflokkurinn í vegi ört vaxandi glæpaklíku, sem tókst að lokum að tæma sjóði landsmanna og skilja eftir brennandi bankarústir. Hatrið er lögbrjótanna, sem í Sjálfstæðisflokknum mættu mótstöðu, sem verndaði stjórnskipun landsins fyrir áhlaupum glæpaklíkunnar.
Jóhanna Sigurðardóttir er lögbrjótur og hefur a.m.k. fjórum sinnum brotið stjórnarskrá Íslands (sjá samantekt Jóns Vals Jenssonar). Það "nýja" Ísland, sem samspillingin auglýsir setur þjóðina í myrkur 18. aldar. Með yfirtöku Evrópusambandsins á auðæfum landsmanna verða örlög Íslendinga þau sömu og Grikkja, Spánverja og Portúgala. Þríeykið mun stjórna landinu og það nýtt fyrir hagsmuni hins nýja heimsveldis ESB. Í staðinn fá einhverjir íslenskir jafnaðarmenn fínar stöður í glerhöllinni í Brussel.
Samfylkingin er grískur harmleikur Íslendinga: dauði skapandi hugsunar og frjáls atvinnurekstrar. Það þýðir minnkandi velferð, atvinnuleysi, hungur og afnám einstaklingsfrelsis. Í ríki jafnaðarmanna breytast einstaklingar í sálarlausar tölur, sem sérfræðingar jafnaðarmanna geta hagrætt til að fegra raunveruleikann sér í vil.
Gegn þessu þarf þjóðin að rísa eins og í Icesave.
Barist um nýja og gamla Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.