Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Frakkar afnema orðin faðir og móðir - talin kúga samkynhneigða - foreldri 1 og 2 notuð í staðinn
16.2.2019 | 23:38
Þetta er ekki frásögn úr vísindaskáldsögu. Þetta er engin lygi. Þetta er frásögn af nýjum skólalögum í Frakklandi.
Héðan í frá verða orðin móðir og faðir ekki lengur notuð þar sem þau tryggja ekki jafnrétti samkynhneigðra. Orðin eru sögð gamaldags þar sem þau taka hvorki tillit til samkynhneigðra foreldra ná henta nútíma lögum um hjónabönd samkynhneigðra. Orðin foreldri 1 og 2 koma í staðinn í lögum um "skóla sem hægt er að treysta".
Valére Petit fulltrúi REM-flokks Macron segir að margar fjölskyldur séu á tímamótum gamaldags fjölskyldulíkana. "Þessi breyting táknar félagslegt jafnrétti".
Halda mætti að Macron sé í beinu sambandi við Kölska sjálfan. Lögin kippa stoðunum undan kjarnafjölskyldunni - sjálfum grundvelli samfélagsins. Börn í Frakklandi verða heilaþvegin með nýju hugtökunum frá þriggja ára aldri.
AFDH samtök franskra samkynhneigðra foreldra tóku vel í lögin en varaði samt við stéttaskiptingu á milli 1 og 2: "Hver á að vera foreldri 1 og hver á að vera 2?"spyr formaður samtakanna.
Greinilega verður mikið að gera í breytingu ritaðs máls til að lagfæra kúgun samkynhneigðra.
Tvö dæmi, annað úr Stjörnustríði, þegar Svarthöfði upplýsir Loga um tengsl þeirra tveggja - sjá mynd. Hitt dæmið er þekkt bæn: "Foreldri eitt, þú sem ert á himnum...."
Vinir og fjölskylda | Breytt 17.2.2019 kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég sendi þér bréf svo þú vitir, að ég er enn á lífi*
1.7.2017 | 18:30
Móðir borgarstjórans skrifaði bréf til sonar síns frá Svíþjóð en þangað neyddist fjölskyldan til að flytja, þegar bíllinn þeirra hvarf ofan í eina holu Reykjavíkur. Borgarstjórinn varð eftir í borginni og hefur tekist að fela sig fyrir skaðlegu svifryki.
Bréfið hljóðar svona:
Kæri sonur,
sendi þér nokkrar línur svo þú vitir, að ég er enn á lífi. Ég skrifa hægt, því ég veit að þú kannt ekki að lesa hratt. Þú kannast ekki við þig, þegar þú kemur heim, vegna þess að við erum farin. Því miður get ég ekki gefið þér upp nýja heimilisfangið, vegna þess að fjölskyldan sem bjó hér á undan tók húsnúmerið með sér til að komast hjá því að skipta um heimilisfang.
Aðeins um föður þinn - hann er búinn að fá nýtt starf. Hann er yfir 500 manns. Hann snyrtir grasið í kyrkjugarðinum.
Í nýja húsinu okkar er þvottavél en mér finnst hún ekki nógu góð. Í síðustu viku lét ég 14 skyrtur í gatið, tók í snúruna og síðan hef ég ekkert séð til þeirra.
Systir þín eignaðist barn í morgun. Ég veit ekki hvort það er drengur eða stúlka svo ég veit ekki hvort þú ert orðinn frændi eða frænka.
Ólafur frændi þinn drukknaði í wiskhytank hjá Bruggunarfélagi Stokkhólms fyrir skömmu. Samstarfsmenn hans hentu sér í tankinn til að bjarga honum en því miður þá tókst það ekki. Hann barðist hetjulega um hæl og hnakka og vildi vera áfram í tankinum. Þegar líkið var brennt, þá skíðlogaði það í þrjá daga.
Faðir þinn drakk ekki svo mikið um síðustu jól, ég hellti dós af vélarolíu í glasið hans og það hélt honum gangandi fram á nýársdag.
Ég var hjá lækninum á fimmtudaginn og faðir þinn var með. Læknirinn lét smárör í munninn á mér og sagði mér að opna ekki munninn í tíu mínútur. Faðir þinn bauðst til að kaupa rörið og ætlar að senda þér það fyrir næstu borgarstjórnakosningar.
Það ringdi bara tvisvar í Svíþjóð í síðustu viku, fyrst í þrjá daga og síðan í fjóra daga. Á mánudaginn var svo mikið rok að sænsku hænurnar þurftu að verpa sömu eggjum fjórum sinnum.
Þín kæra móðir.
PS. ég ætlaði að senda þér þúsund krónur en var því miður búin að loka umslaginu. DS.
*ps-ps: byggt á kunnu bréfi "norskrar móður til sonar síns í Svíþjóð" og staðhæft lítillega fyrir Ísland.
80 ótímabær dauðsföll vegna svifryks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 2.7.2017 kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jólapistill frá Stokkhólmi
24.12.2013 | 11:31
Tignarlegir standa hirtirnir á Sergelstorgi í Stokkhólmi og minna á jólahátíðina. Búist er við að nýtt met verði slegið í jólaverslun Svíþjóðar í ár.
Friðarfundur gegn nýnazisma í Stokkhólmi
S.l. sunnudag sóttu um 20 þúsund borgarbúar mótmælafund gegn nazisma í suðurhverfi Stokkólms, Kärrtorp. Helgina áður réðust nazistar öllum að óvörum á friðargöngu í Kärrtorp. Lögreglan varð að kalla út aukalið til að stöðva árásina. Nokkrir særðust í átökunum þar sem einhverjir öfgamenn bæði til vinstri og hægri beittu eggvopnum. Til að sýna að götur borgarinnar eru fyrir meðborgarana en ekki nýnazista safnaðist fólk saman á fundi um lýðræði og frið. Allir stjórnmálaflokkar fyrir utan Svíþjóðademókrata tóku þátt, ráðherrar m.fl.
Gävlehafurinn brenndur enn á ný
13 metra hái og 3,6 tonna þungi geithafurinn í Gävle varð eldslogum að bráð og lifði ekki fram að þessum jólum. Í 49 ár hefur hafurinn lifað jólin í 24 skipti. Grímuklæddir menn sáust hlaupa burtu eftir að hafa kveikt í hafrinum um fjöguleytið aðfaranótt s.l. laugardags. Hafurinn á sér skrautlega sögu t.d. reyndu tveir menn að múta öryggisvörðum til að yfirgefa svæðið 2010. Sagan segir að þessir óprúttnu náungar hafi ætlað að ræna geithafrinum og flytja með þyrlu til Stokkhólmsborgar. Síðan 1988 er hægt að veðja á veðstofum, hvort hafurinn lifi af jólin eða ekki. 2001 kveikti amerískur ferðamaður í hafrinum og við yfirheyrslur sagði hann, að hann héldi að þetta væri árlegur jólasiður í Svíþjóð. Það gagnaði lítið og dómurinn hljóðaði upp á eins mánaða fangelsi og 100 þús sænskar í sekt.
Drottning Silvia 70 ára
Drottning Silvia varð sjötug á Þorláksmessu. Hún heldur sér sérstaklega vel og vinnur ötullega að líknarmálum barna í heiminum. Hún vakti heimsathygli, þegar hún tók upp baráttu gegn barnakynferðisglæpum, barnaþrælkun m.fl. Í afmælisgjöf fékk hún m.a. myndarlegan sjóð frá sænskum fyrirtækjum í baráttunni fyrir betri heimi barnanna. Eitt stærsta klikk konungsveldisins var þegar H.M. Carl 16. Gustav Svíakonungur hitti Silvíu á Ólympíuleikjunum í Munchen 1972. Síðan þá hefur ekkert klikkað hjá konungsfjölskyldunni. Nýjar kannanir sýna auknar langanir Svía til að sjá H.K.H. krónprinsessuna taka við embætti krúnunnar og krýnast til drottningar Svíþjóðar. Það eru jákvæð teikn og sýna hollustu við konungsríkið og alls óskylt fyrirsögnum nokkurra blaða um, að Svíar vilji yfirgefa konungsríkið fyrir annað stjórnarform. Einungis andstæðingar konungsríkisins reyna að villa um þá staðreynd að fylgni Svía við konungsríkið er milli 70 - 80%.
Þórarni Eldjárn veitt verðlaun sænsku akademíunnar
Verðlaunin eru veitt þeim, er skarað hafa fram úr í kynningu á sænskri menningu utanlands. Þórarinn Eldjárn hefur þýtt fjölda bóka frá sænsku á íslensku m.a. eftir Ulf Nilsson, Ágúst Strindberg, Göran Tunström, Sven Wernström og Jujja Wieslander.
Þórarinn Eldjárn hefur unnið hjarta íslensku þjóðarinnar. Hann kann málið betur en nokkur annar og ótrúlega skondinn á stundum. Af því að það eru jól og fornar remsur um Grýlu lifa:
Grýla píla appelsína
missti skóinn ofan í sjóinn.
Þegar hún kom að landi
var hann fullur af sandi.
(Höf. óþekktur)
Þórarinn Eldjárn orti um Grýlu og Leppalúða öllum börnum til ánægju og yndis:
Í Háskólann þau héldu inn
er höfðu klárað öldunginn.
Innrituð þau eru bæði
í uppeldis og kennslufræði.
Kannski er það til sanns um framsýni Þórarins um íslenska þjóð, heilræðisvísa hans sem birtist í Mbl. 22. ágúst 2009
Styðja á startara
stara á það bjartara,
hafa séð það svartara,
sussa á kvartara.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár!