Ríkisútvarpið ætti að biðjast afsökunar á útbreiðslu ósanninda um Svíakonung

King_and_Queen_of+Sweden_TheRoyalCourtSweden_Photo_Bruno_Ehrs

Það er ekki við einteyming, hvernig opinberir fjölmiðlar lepja að óathuguðu máli vitleysu einstakra fréttamanna. 

Í Svíþjóð er hreyfing gegn konungsveldi og upp koma endrum og eins ógrundvallaðar árásir á konunginn og fjölskyldu hans að ekki sé nú minnst á rógburð gulu pressunnar, sem segir hvað sem er til að reyna að selja lausaeintök. Allt miðar þetta að gera Karl 16. Gústaf Svíakonung og drottningu Silvíu og börn þeirra tortryggileg í augum almennings.

13. júní reyndi einn af "fréttamönnum" sænska sjónvarpsins að ná tali af konungi með ásökunum um, að konungur væri að féflétta sænska skattgreiðendur með viðgerðarkostnaði á Stenhammar höllinni í Suður-Svíþjóð. Látið var líta svo út og vitnað í ónafngreinda "lögfræðinga" að konungur sviki samninga við ríkið og væri fjárglæframaður, sem væri að plata skattgreiðendur.

Ef sænski "fréttamaðurinn" hefði kynnt sér málið hefði þessi "konungsárás" aldrei átt sér stað. Einfaldlega vegna þess, að fullyrðingar fréttamannsins eru ósannar. Gefið var í skyn að Stenhammar höllin væru ein af "sumarhöllum" konungs svona rétt eins og konungurinn gerði ekkert annað á sumrin en að ferðast milli halla og skemmta sér. Ef konungur sýnir á sér mannlegar hliðar og biður fréttamann um að halda sér við sannleikann, þá eru strax skjálfskipaðir "gáfvitar" fengnir til að tala um, hversu "óheppilegur" konungurinn er, sem ekki getur sýnt á sér "steinandlit" í fjölmiðlasamskiptum.

Hofið sendi frá sér eftirfarandi kommentar vegna "fréttarinnar" (lausleg þýðing):

"Steinhamar höllin var gefin ríkinu í byrjun 19. aldar. Skilmálar gefanda um höllina voru samþykktir af ríkinu. Konungur greiðir það gjald, sem gefandinn mælti fyrir um og ríkið samþykkti.

Hvað varðar rekstur Stenhammar hafa Konungur og ríkið sameiginlega ábyrgð á vörslu eignarinnar.

Það þýðir að:

  • Stenhammar, sem er konunglegur menningararfur, þarfnast sérstakrar umhyggju, viðhalds og reksturs.
  • Stenhammar er rekið sem náttúruvænn landbúnaður. Rannsóknir til að þróa vinnuaðferðir innan landbúnaðar eru framkvæmdar á eigninni í nánu samstarfi við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar.
  • Stenhammar býður upp á útivistarmöguleika fyrir íbúa í sveitarfélaginu Flen og fleiri. Meðal annars hefur náttúrusvæði verið friðlýst á Stenhammar.

Ríkið hefur jarðeigendaábyrgð á Stenhammar en notandinn ber ábyrgð á daglegum rekstri og viðhaldi. Ríkið og Konungur geta með eigin sérstöku samkomulagi ákveðið stærri breytingar eða viðbyggingu eins og gildir í núverandi tilviki. Þar að auki rekur Kammarkollegiet sérstakan sjóð, sem gefandinn stofnaði fyrir viðhald og breytingar.

Konungur hefur á síðustu 5 árum fjárfest um 30 milj. sek (ca 600 miljónum ISK/gs) í Stenhammar. Það hefur fremst verið í landbúnaðarstörf (hús og vélar) og endurbætur á húsnæði. Reksturinn hefur á sama tíma skilað tapi uppá 600 þús sek (12 milj ISK/gs)."

"Fréttamaður" sænska sjónvarpsins hefur fengið ónafngreindan lögfræðing til að reyna að finna gat á samningi Fasteignastofu sænska ríkisins við konung og notar það til árása á konunginn.

Íslenska ríkisútvarpið vill ekki vera eftirbátur og lepur delluna upp algjörlega án eigin rannsóknar. Væri skattfé almennings betur varið en að gagnrýnilaust og án sjálfsvirðingar lepja upp "fréttir" af þessum toga.

Færi vel á því, að talsmenn Ríkisútvarpsins kæmu með afsökun í næsta fréttatíma á ógrundvallaðri "frétt" um samninga konungs við sænska ríkið og "skattsvik" Svíakonungs.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband