Rófuþingi lokið. Alþingi getur hafið störf á ný.

250px-Arnason-front

Tímabili Alþingis í höndum Jóhönnu Sigurðardóttur og annarra landssölukvenna og manna er sem betur fer lokið. Við hæfi er að kalla það tímabil Rófuþing í sögu Alþingis. Í hvert skipti sem erlendir kröfuhafar birtust lagði ríkisstjórnin rófuna á milli lappanna og gerðist erindreki þeirra. Sjálfu Alþingi var breytt í sálarlausa stofnun í höndum spilltra stjórnmálamanna og féflétta, sem selja vildu Ísland fyrir eigin ávinning.

Fyrir 360 árum sleit Oliver Cromwell rófuþingi breska samveldisins og hélt þá ræðu, sem raunar gæti verið útfararræða fráfarandi ríkisstjórnar á Íslandi (í lauslegri þýðingu):

"Það er í hæsta máta kominn tími fyrir mig að binda endi á setu ykkar á þessum stað, sem þið hafið svívirt með fyrirlitningu á allri dyggð og saurgað með syndugu líferni; þið eruð áhöfn sundrungarinnar og óvinur allra góðra ríkisstjórna, þið eruð keyptir þrjótar og líkt Esau viljið þið selja landið fyrir grjónavelling og eins og Júdas svíkja guð ykkar fyrir nokkrar krónur. 

Er einhver heiðarleiki  enn eftir í fórum ykkur?

Er til sá löstur, sem þið hafið ekki þegar með í farangrinum?

Þið hafið ekki meiri trú en hesturinn minn; gull er ykkar guð; hvert ykkar hefur ekki þegar selt samvisku sína fyrir mútugreiðslu?

Er einhver til meðal ykkar, sem lætur sig hag ríkisins hið minnsta varða?

Þið aumu skækjur, hafið þið ekki flekkað þennan heilaga stað og breytt musteri Herrans í þjófahreiður með siðlausum reglum og illum gjörðum?

Þið hafið vaxið í óviðráðanlegt graftarkýli heillar þjóðar; þið sem fólkið treysti fyrir málefnum sínum, þið sjálf eru horfin! Svo! Takið burtu þetta gljáfægða leikfang og opnið dyrnar. Í guðs nafni, farið!"


mbl.is Alþingi komi saman á fimmtudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband