Á Íslandi ná menn áttum en í ESB fer vitglóran æ meir úr böndunum

sigm17juni.pngNýkjörinn forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti góða ræðu 17. júní á Austurvelli eins og venja er.

Var þó nokkur léttir að hlýða á mál hans samanborið við niðurrifsorð gagnvart lýðveldinu undanfarin ár. Þörf áminning um sjálfstæði okkar, góðar tilfinningar þjóðarinnar og staðfestu að láta engan eyðileggja þann grundvallar- og stjórnarskrárvarðan rétt okkar að ráða málefnum okkar sjálf.

Sigmundur kann að koma orðum á réttan stað t.d. með því að fullyrða, að engum hefði dottið í hug 1944 eða 1994, að það þyrfti að spyrja sérfræðing, hvort forsetinn mætti tala um fullveldi Íslands!

Hárrétt athugun og þykk sneið að meira og minna sjálfskipuðum "gáfvitum" ríkisútvarpsins, sem hafa bæði forseta Íslands, Svíakonung og sjálfstæði ríkja á hornum sér. Er það hið besta mál, að menntamálaráðherra hugi að lagabreytingu um skipun starfsmanna ríkisútvarpsins í stað valnefndar til að tryggja hlutleysi og fagleg störf stofnunarinnar.

Innan ESB magnast átök öll og er nú svo komið að framkvæmdastjórinn Barosso er í opnu rifrildi við forseta Frakklands í fjölmiðlum heims eftir að hafa sagt í viðtali við bandarískan miðil, að "hann teldi andspyrnu Frakklands gegn alþjóðavæðingu vera erkiíhaldssama...Sumir halda, að þeir séu vinstri en í raun eru þeir hrikalega menningarlega íhaldssamir." Barosso var að gagnrýna menningarundanþágutillögu Frakka frá viðskiptasamningi ESB og USA. Frakkar telja, að Hollywood myndir keyri franskar í kaf ef allt verður gefið frjálst. Jean-Christophe Cambadelis þingmaður í flokki Hollande Frakklandsforseta krefst afsökunar eða afsagnar Barosso. Frakkar hafa áður sagt, að framkvæmdastjórn ESB geti ekki skipað Frökkum efnahagslega fyrir verkum, þegar Barosso sagði, að Frakkar þyrftu að endurskoða ellilífeyriskerfi sitt.

Aðeins sunnar þ.e. í Ítalíu ögrar Berlusconi ESB fullum hálsi: "Við þurfum að segja þessum herramönnum (í Brussel/gs), að við erum í þessarri stöðu vegna bölvaðrar niðurskurðastefnu ykkar. Héðan eftir getið þið gleymt fjármálastöðugleika og 3% fjárlagahalla miðað við þjóðarframleiðslu. Viljið þið fleygja okkur úr sameiginlega gjaldmiðlinum? Gjörið svo vel. Viljið þið fleygja okkur út úr ESB? Jæja, þá minnum við ykkur vinsamlega á, að við borgum 18 miljarða evra árlega en fáum bara 10 miljarða til baka. Hver á að henda okkur út?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er stutt í það að allar þær þjóðir sem borga til ESB spyrji sig sömu spurninga um mismun á greiðslum og eftirgjöf, þegar þegnar þeirra svelta.

Til hvers er leikurinn gerður?

Eggert Guðmundsson, 18.6.2013 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband