Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2022

Fuglarnir koma!

fuglarnirkomaÍ dag ganga Bandaríkjamenn til kosninga og má segja að sjaldan hafi jafn mikið verið í húfi venjulegra Bandaríkjamanna. 

Spilltir, valdagráðugir demókratar eiga á hættu að missa völdin í báðum deildum þingsins. Við slík valdaskipti mun mörgum valdþóttaákvörðunum þeirra verða snúið við í hraði en óvíst hvort dugi til að snúa ógæfu Bandaríkjanna og heimsins að fullu við eftir rústun Bidens á efnahagslífi Bandaríkjanna og friði í heiminum. 

Einhvern vegin hafa bláu fuglarnir, sem vilja tísta sitt frjálsir óháðir öðrum sem eina af dásemdum lífsins, orðið tákn kosninganna eftir að Musk keypti Twitter. Byrjaði hann á að staðreyndakanna fullyrðingar Hvíta hússins um hækkun ellilífeyris, sem gaf Biden heiðurinn af hækkuninni. Það reyndist hins vegar fals þannig að Twitter hengdi viðvörun á lygar Hvíta hússins, sem dró tístið tilbaka og hótar með fasískum ritskoðunarlögum í staðinn. 

Slíkt hið sama gerðu einnig Sameinuðu þjóðirnar í sérstöku bréfi til Musk, þar sem þess er krafist að hann haldi ritskoðun fyrri eigenda Twitter áfram. Að gagnrýna bóluefni lyfjarisanna gegn covid er tekið sem dæmi um hatursumræðu og Sameinuðu þjóðirnar komnar í stöðu heimsstjórnar með skerðingu lýðræðis hins vestræna heims.

Megi smáfuglarnir - hvort sem þeir koma frá Twitter eða sem atkvæði venjulegs fólks fella þessa alræðistilburði sem margar ríkisstjórnir Vesturlanda eru svo ginkeyptar fyrir þessa dagana. 

Kosningarnar í dag gætu orðið sannkölluð Hitchcock hrollvekja fyrir núverandi Bandaríkjastjórn og vonandi fá demókratar rassskellingu sögunnar fyrir vestan.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband