Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014

Komið að leiðarlokum Evrópusambandsins

WS_HomeÞýski félagsfræðingurinn Wolfgang Streeck vill afturkalla völdin til þjóðanna til að bjarga Evrópu. Hann telur engan möguleika á, að ríki Evrópusambandsins geti borgað lán sín stöðugt með nýjum lánum, sem krefjast hagvaxtar sem ekki hefur sést síðan á sjötta og sjöunda áratugnum. Í bókinni "Keyptur tími" segir Wolfgang Streeck að auknar skuldir séu forsenda efnahagslegrar hagvaxtar í nánast öllum löndum Vesturlanda, einnig þeim efnamestu. Wolfgang Streeck telur að dregið hafi úr hagvexti þegar á 8. og 9. áratugnum og rými fyrir launahækkanir og aukna velferð hafi minnkað að sama skapi. Þá hafi lýðræðisform skattaríkisins náð hámarki og síðan hafi "hagvöxturinn" verið fjármagnaður með nýjum lánum.

Þegar evrukreppan var í hámarki og ríki eftir ríki voru á leið í gjaldþrot, þar sem þau gátu ekki borgað vextina af lánunum, hvað þá að taka ný lán á miklu hærri vöxtum til að greiða niður gamlar skuldir, þá komu lánadrottnararnir fram og tóku völdin af lýðræðislega kjörnum fulltrúum fólkisns. Þeir ákváðu þá og gera enn, hvort kaupa á ríkisskuldabréf evruríkjanna og á hvaða vöxtum. Um tíma gátu skuldugustu ríkin ekki selt ríkisskuldabréf á vöxtum, sem hægt var að borga. Einungis með því að gangast að kröfum lánardrottna um samfelldan niðurskurð opinberra útgjalda, sölu ríkiseigna o.s.frv. gátu ríkin fengið vaxtasamning, sem á pappírnum leit út fyrir að vera yfirstíganlegur næstu áratugina. Stjórnmálamenn kreppuríkjanna völdu að gefa eftir fyrir lánardrottnurum í stað þess að vinna fyrir kjósendur.

Wolfgang Streeck meinar að skattlagningarríkið hafi þróast yfir í skuldaríkið, þar sem lán eru tekin á grundvelli skattatekna framtíðarinnar til að greiða útgjöld nútímans. Þetta er dæmi sem ekki gengur upp, þar sem greiðslugetan minnkar stöðugt með stærri lánum. Alþjóðlegir peningamarkaðir lifa á lánuðum tíma sem fenginn er með "sýndarpeningum" seðlabanka á lágmarksvöxtum með kröfum um endurskipulagningu ríkja og banka á grundvelli eftirvæntingar um hagvöxt sem engin leið er að fá í fyrirsjáanlegri framtíð.

Tímafresturinn er runninn út og framundan er tímabil uppgjörs lýðræðisafla við fjármálaöflin. Wolfgang Streeck meinar að lýðræðisvæða verði efnahagskerfið og efnahagsvæða lýðræðið með því að þjóðir ESB endurheimti þjóðlegan rétt sinn yfir fjármálum sínum og taki upp þjóðlega gjaldmiðla að nýju. 

Heimasíða Wolfgang Streecks 

 


Framkvæmdastjórn ESB lifir á annarri plánetu. Aðildargjöld Breta meira en þrefaldast á tíu árum.

dreamstime_s_32174390

 

 

 

 

 

 

 

 

Margar ríkisstjórnir aðildaríkja ESB eru æfareiðar Framkvæmdastjórn ESB fyrir að krefjast 3,8 miljarða punda aukafjárveitingar frá aðildarríkjunum til að bæta við eyðslufjárlög sambandsins. Hálf miljarð punda eiga Bretar að reiða fram aukalega og telja þeir Framkvæmdastjórnina tæma vasa kjósenda eftir nýlegar kosningar, þar sem ímynd ESB beið álitshnekki. Frá þessu greinir breska Telegraph.

Evrópskur diplómat sagði það vera "gáfulegt að mæta áhyggjum kjósenda í Evrópu með því að biðja þá um meiri peninga. Framkvæmdastjórnin hlýtur að lifa á annarri plánetu fyrst hún telur að leiðin til að ná sambandi við fólk sé að tæma peningaveski þeirra."

David Cameron forsætisráðherra Breta ásakaði Framkvæmdastjórnina í Brussel fyrir að vera "of stóra, of ráðríka og of afskiptasama." Fulltrúi bresku ríkisstjórnarinnar sagði "Á sama tíma og ríki Evrópu taka erfiðar ákvarðanir vegna fjárlagahalla ætti Framkvæmdastjórn ESB ekki að vera að biðja skattgreiðendur um meiri peninga."

Bretar hafa þurft að horfa upp á aðildargjöld til ESB meira en þrefaldast síðasta áratuginn frá 2,9 miljörðum punda árið 2002 upp í 9,5 miljarði punda 2012. 

Ríkisstjórnir Austurríkis, Danmerkur, Finnlands, Frakklands, Þýzkalands, Svíþjóðar, Hollands og Bretlands hafa skrifað bréf til Framkvæmdastjórnar ESB og mótmælt aukafjárlögunum. Framkvæmdastjórnin segir að aðildarríkin hafi beðið um aukaaðgerðir "og slíkt krefst aukafjár."


Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum uppskera árangur af beinum samskiptum við almenning

vestmannaeyjar

Sjálfstæðisstefnan nýtur algjörs trausts í Vestmannaeyjum. Dugnaður sjálfstæðismanna í Eyjum undir forystu Elliða Vignissonar er til fyrirmyndar og einstakt fordæmi fyrir allt landið.

T.d. sagði Elliði í viðtali við Mbl. að ung kynslóð sjálfstæðismanna hefði séð um samskipti flokksins við æsku Vestmannaeyinga sem hefði skilað góðum árangri. Þetta er annað ástand en hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík, þar sem kosningaþáttaka er í sögulegu lágmarki og unga fólkið sem kaus virðist frekar hafa kosið aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn.

Samhugur Vestmannaeyja að starfa saman að sameiginlegum málefnum íbúanna sýnir hvaða hljómgrunn sjálfstæðistefnan fær, þegar hún er mótuð í beinu samstarfi við íbúana. Sjálfstæðisstefnan er farsælust allra stefna, þegar hún er útfærð á lýðræðislegum grundvelli með þáttöku almennings. En til þess að slík útfærsla sé möguleg þarf forystan að hafa það að markmiði að vinna að sigri sjálfstæðisstefnunnar. Jafnframt verður forystan að skapa og vinna samkvæmt áætlun um að þróa sjálfstæðisstefnuna áfram í beinum samskiptum/viðtölum við almenning. 

Því miður hefur Sjálfstæðisflokkurinn sem flokkur ekki náð sér á strik eftir samstarfið með Samfylkingunni í ríkisstjórn Geirs Haarde. Sá undirlægjuháttur sem Sjálfstæðisflokkurinn sýnir Samfylkingarmönnum eftir allt sem á undan er gengið sýnir hversu djúp samtenging andstæðra stjórnmálaafla eru á bak við tjöldin. Það vekur eðlilega spurningar um spillingu - bæði stjórnmálalega og fjárhagslega. Það var gjörsamlega ótrúverðugt og í reynd fáranlegt að heyra oddvita sjálfstæðismanna í Reykjavík gera hosur sínar grænar við Samfylkinguna í Reykjavík sem er að mynda vinstri stjórn í Reykjavík. Þetta kemur út eins og Halldór Halldórsson sé í örvæntingu að reyna að næla sér í sæti í borgarstjórn og sjálfstæðisstefnan situr á hakanum.

Samræðustefna sjálfstæðismanna við stjórnarandstæðinga er mikill misskilningur og ekki að undra að kjósendur snúi baki við slíku. Það sem landsmenn þyrstir að fá er leiðsögn sjálfstæðisstefnunnar hjá ábyrgum leiðtogum sem skilja að stefnan nær skemur ef hún er ekki mótuð í náinni samvinnu við landsmenn sjálfa. Hér hefur Sjálfstæðisflokkurinn mikið verk að vinna að heimsækja fólk og spjalla um sjálfstæðisstefnuna og safna inn hugmyndum landsmanna um stjórnarfar landsins. Aðeins þannig tekst að skapa þá nýju sjálfstæðisstefnu sem er útfærð við þær nýju aðstæður sem ráða í íslensku samfélagi. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að gera áætlun um skipulagða endurnýjun sjálfstæðisstefnunnar með fókus á Reykjavík og markmiðið að endurheimta fyrri stöðu sem stærsti flokkur borgarbúa. 

Þetta starf er mögulegt. Þetta starf er þarft. Þetta starf getur skipt sköpum fyrir framtíð Sjálfstæðisflokksins og landsmanna. 


mbl.is Hlutverk okkar að standa með íbúunum í baráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband