Leiðir forseti Íslands uppreisn gegn Sjálfstæðisflokknum?

1024px-President_Gudni_Thorlacius_Johannesson_September_2016Í innsetningarræðu Alþingis sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands "að skilgreina þurfi betur í stjórnarskrá völd og ábyrgð forseta Íslands". Vitnaði hann í nýleg mál, þar sem kynferðisafbrotamenn fengu uppreist æru og segir forsetinn lögin úrelt og heyra sögunni til. "Fólk í lýðræðissamfélagi á að láta í sér heyra þegar því er misboðið.....Við óbreytt ástand verður ekki við unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið."

Öll ræða forsetans fjallaði um nauðsyn þess að breyta stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Forsetinn er í bullandi Samfylkingarpólitík eftir ósigur vinstri manna í atlögu að stjórnarskránni. Gengu hlutirnir svo langt útfyrir lögboðinn ramma og þingræði allt, að samprófessor forsetans kallaði tillögur hins s.k. stjórnarráðs fyrir "frumvarp". 

Forsetinn hefur með tali sínu hvatt til verklags utanþingræðis, þótt hann segi annað. Að sjálfsögðu er allt notað í pólitískum tilgangi, núna að faðir formanns Sjálfstæðisflokksins mælti með uppreist æru fyrir kynferðisafbrotamann.

Veltur stjórnarskráin, þingræðið og landsframleiðslan á uppreist æru eins kynferðisafbrotamanns? Að sjálfsögðu ekki.

En framtíð Íslands veltur á því, hvort þingræði og lög gilda eða lögleysa vinstri æsingmanna sem attir eru óbeint áfram af forseta Íslands. 


mbl.is Bjarni í mjög erfiðri stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gústaf.

Sú staðreynd að faðir forsætisráðherra hafi skrifað undir meðmælabréf var ekki það sem felldi ríkisstjórnina.

Það sem felldi ríkisstjórnina var lögbrot dómsmálaráðherra í meðferð upplýsinga um málið, sem hún kaus annars vegar að halda leyndum fyrir almenningi með vísan til þess að hún teldi sér óheimilt að uppljóstra þeim en á hinn bóginn lak hún upplýsingum um málið til forsætisráðherra gagnvert vegna vitneskju um tengsl ættingja hans við málið. Hvorugt var löglegt.

Það er frekar merkilegt að þetta sé þriðja ríkisstjórnin í röð sem springur vegna óheppilegra upplýsinga og vanræðagangs við meðferð þeirra. Þar af er þetta önnur af þessum þremur stjórnum sem springur vegna ólöglegs framferðis í því ráðuneyti sem fer með dómsmálin á ábyrgð ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Dómsmálaráðherra á þessi stjórnarslit með hurðum og gluggum.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2017 kl. 14:22

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Að nota meðmæli manns við annan sem vill fá uppreist æru hefur ekkert með stjórnmálin að gera nema af því að um föður formanns Sjálfstæðisflokksins er að ræða. Til er persónuvernd á Íslandi og upplýsingar allar ekki gerðar opinberar.

Hvaða skyldur hefur dómsmálaráðherra eða forsætisráðherra að gefa upp hverjir séu meðmælendur á umsóknum afbrotamanna sem sækja um uppreist æru?

Eina ástæða til að gera veður út af málinu er til að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn og fella ríkisstjórnina. Forseti Íslands blés í lúðurinn og Björt hljóp af stað og bjó til stjórnarkreppu úr engu.

Vinstri menn vilja frekar sjá landið í rúst en að Sjálfstæðisflokkurinn leiði málin á farsælan hátt.

Gústaf Adolf Skúlason, 15.9.2017 kl. 14:47

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sjálfsagt er enginn skortur á fólki sem þykir ákjósanlegt að nota þetta mál til að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn, en ég er ekki á þeirri línu neitt sérstaklega, heldur er ég eingöngu að reyna að benda staðreyndir málsins og myndi vilja sjá umræðuna snúast um þær frekar en einhver aukaatriði.

Það er í raun aukaatriði að undirskrift Benedikts skuli hafa verið á meðmælabréfinu. Aðalatriði málsins er að dómsmálaráðherra braut lög að því er virðist vísvitandi, þegar hún miðlaði upplýsingum um þetta til Bjarna á meðan hún hélt þeim leyndum fyrir öllum öðrum.

Þú spyrð hvaða skyldur dómsmálaráðherra eða forsætisráðherra hafi til að gefa upp hverjir séu meðmælendur á umsóknum afbrotamanna sem sækja um uppreist æru? Svarið við því er að forsætisráðherra hefur engar slíkar skyldur enda heyra slík mál alls ekki undir það ráðuneyti. Aftur á móti hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðað að dómsmálaráðuneytinu sé skylt að veita almenningi aðgang að slíkum gögnum en þó með þeirri takmörkun að viðkvæmar persónuupplýsingar á borð við símanúmer og netföng séu fyrst afmáðar úr gögnunum áður en þau eru sýnd. Með því eru reglur um persónuvernd einmitt uppfylltar og um leið upplýsingaréttur almennings.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2017 kl. 19:00

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Dómsmálaráðherra er löglærð og hefur sjálf skýrt fyrir hlustendum hvernig farið sé með þessi ofur viðkvæmu mál.
Allt er það til á Sarpinu.
Þú ert ekkert að reyna að benda á neitt nema að reiða til höggs og þykist svo ekki vera á þeirri línu sem vill skaða Sjálfstæðisflokkinn.

Rétt er það að undirskrift Benedtkts er aukaatriði,en hópurinn sem þú tilheyrir vafrar um eins og á Austurvelli með skilti sem leggja allt kapp á að halda fram að Sjálfstæðisflokkurinn verji barnaníðinga,þetta er ljótt. 

Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2017 kl. 21:07

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessi orð eru ætluð Guðundi Ásgeirssyni,þegar ég skrifa ÞÚ.

Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2017 kl. 21:09

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það hafa allir flokkar lýst yfir stuðningi við það að breyta úreltum lögum um uppreisn æru, líka talsmenn Sjálfstæðisflokksins.

Engin leið er að sjá hvers vegna samsinni forseta Íslands hvað þetta varðar, og þá um leið um það að breyta jafnframt 30 168 ára gömlum greinum í stjórnarskránni um að þjóðhöfðinginn geti þetta og geri hitt en sé samt ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum, sé árás á Sjálfstæðisflokkinn.

Ómar Ragnarsson, 15.9.2017 kl. 23:44

7 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka fyrir innlitið og athugasemdir. Á að rifta stjórnarsamstarfi og boða till nýrra kosninga í hvert skipti sem breyta á íslenskum lögum? 

Kjörtímabilið er fjögur ár, ekki þrjú ár, hvað þá níu mánuðir. Þingmenn BF og Viðreisnar sýna kjósendum og lýðræðinu fullkomið virðingarleysi með brölti sínu.

Forsetinn hélt sitt ávarp 12. september. Stjórnin sprakk þremur dögum síðar. Ekkert samband? Hugsi hver fyrir sig.

Gústaf Adolf Skúlason, 16.9.2017 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband