Góður boðskapur forsætisráðherra Íslands

OrBjarni-Ben-1ð forsætisráðherra eru öllum þörf. Þau taka saman reynslu Íslendinga af fjármálakreppunni 2008, þegar stærstu bankar landsins lögðust á hliðina. Kjarni málsins er - nákvæmlega eins og Bjarni Benediktsson segir í viðtali við Sky News, að græðgi leiðir til mistaka sem rangt er að skattgreiðendur greiði fyrir. 

Það vekur athygli langt út fyrir landssteinana, að Ísland með sérstakan saksóknara að vopni stakk bankasvindlurum í fangelsi. Ólafur Þór Hauksson lýsti því vel, að lögin gilda fyrir alla, háa sem lága.

Þessi íslenska stefna - að gera bankastjóra ábyrga gerða sinna - er að vinna sér hljóm út um heiminn. Og ekki vanþörf á, þegar litið er til allra þeirra byrða sem skattgreiðendur annars staðar hafa verið látnir taka á sig vegna óreiðuviðskipta fjárglæframanna. 

Ísland er brautryðjandi í mótun heilbrigðrar fjármálastefnu. Sífelldar fjármálakreppur benda til mikilla vankanta á kerfinu. Skýringin er ekki sú sem Sigurður Einarsson segir á hrokafullan hátt "Við brutum engin lög." Sagði Sigurður að lögum hafi verið breytt eftirá til að finna sökudólga til að friðþægja hefndarþrá landsmanna.

Miðað við þessi ummæli finnst manni fimm ár í fangelsi vera fimm sinnum of skammur tími fyrir þennan mann. Það er einmitt hér sem hnífurinn stendur í kúnni. Sigurður skilur eftir fleiri hundruða milljarða króna gat sem - ef hann hefði fengið að ráða - hefði verið velt yfir á herðar skattgreiðenda sem á engan hátt komu nálægt bankabrölti hans. 

Forsætisráðherrann mælir eins og góður víkingur, þegar hann segir að endurtekin mistök muni leiða til nýrrar fjármálakreppu. Vonandi mun landsfundur Sjálfstæðismanna taka einarða afstöðu með íslensku krónunni og móta heilbrigðari peningastefnu á grundvelli þessarar mikilvægu reynslu. 


mbl.is Það verður önnur bankakreppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband