Mjög þarft að D.Phil. Hannes Hólmsteinn Gissurarson rannsaki erlendar efnahagsárásir á Ísland

Skärmavbild 2014-07-09 kl. 18.48.01

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hlakka mjög till að fá að lesa og heyra Hannes Hólmstein Gissurarson, þegar hann kemur með niðurstöðu rannsókna sinna um orsakir efnahagsárása Breta og ESB á Íslendinga. Þvinga átti Ísland á hnjánum til að undirkasta sig í efnahagslegan þrældóm sem hefði eyðilagt frelsi landsmanna kynslóðir fram í tímann. Á öðrum vettvangi í dag, Bloomberg, sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að kröfur lánardrottna hefðu verið óraunhæfar og engin ástæða fyrir Íslendinga að borga einkaskuldir bankamanna. Umfang skuldabergsins spannaði 10-13 árs þjóðarframleiðslu allra landsmanna!

Ég hlýddi á fyrirlestur Hannesar Hólmsteins í Stokkhólmi, þegar hann ásamt Urban Bäckström fyrrum seðlabankastjóra Svíþjóðar ræddu orsakir alþjóðlegu bankakreppunnar sem var afar áhugavert með mörgum þörfum ábendingum og ég vænti nauðsynlegrar umfjöllunar um þær svívirðulegu árásir á íslensku þjóðina, fremst frá Bretum sem beittu í fyrsta sinn hryðjuverkalögum sínum gegn saklausri þjóð í norðri. Breskir vinir mínir sögðu mér að miklar umræður fóru fram ekki bara á breska þinginu heldur meðal Breta almennt um, hvernig hægt væri að tryggja að lögunum væri ekki misbeitt, þegar þau voru sett í Bretlandi. Það sýndi sig að gagnrýnendur á galla hryðjuverkalaga Breta höfðu á réttu á standa og skulu bresk stjórnvöld Verkamannaflokksins ævarandi skömm hafa fyrir. Vonandi tekst Hannesi Hólmsteini að fanga tölur eða stærðargráðu þess tjóns sem Bretar ollu Íslendingum.

Það virðist fara fyrir brjóst sumra, að Hannes Hólmsteinn Gissurarson er Sjálfstæðismaður og vinur fyrrverandi farsæla forsætisráðherra Íslands, fyrrum foringja Sjálfstæðisflokksins og fyrrum seðlabankastjóra Davíðs Oddssonar. Leit margra að skýringum bankahrunsins byrjar og endar á orðinu Davíð, sem var seðlabankastjóri, þegar íslensku bankarnir féllu og sýnir það málefnafátækt að komast ekki út fyrir manninn. Gleymt er, að Davíð varaði við hruninu og allir þekkja til baráttu Davíðs og Jóns Ásgeirs, sem sendi út leiguliða til að reyna að múta æðsta lýðræðislega kjörnum embættismanni okkar. Jón Ásgeir sæti betur í fangelsi núna vegna slóðar 1000 miljarða skuldabólu, sem hann vildi að landsmenn borguðu. Davíð Oddsson er eini stjórnmálamaðurinn sem opinberlega hefur greint frá mútutilraunum Baugsmanna við sig. Þögn annarra talar sínu máli. Og það var Davíð sem lagði línuna um að landsmenn ættu ekki að borga skuldir óreiðumanna og það var hann sem vildi fara lagaleiðina í ICESAVE til að fá úr því skorið, hverjar væru lögbundnar kröfur á landsmenn. Allir vita hvernig það mál fór. Efta-dómstóllinn fríaði Íslendinga í öllum liðum!

Ég velkomna þessa þörfu rannsókn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem ólíkt núverandi Seðlabankastjóra krefst ekki launa vegna starfsins.


mbl.is 10 milljónir fyrir skýrslu Hannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Tek heilshugar undir allt sem þú hefur sagt hérna um þetta.

Ég held við verðum að taka undir það sem Stormskerið sagði í bloggi sínu sem og í Morgunblaðsgrein : „Auðvitað hefur Dabbi gert einhver mistök í gegnum tíðina, enda mannlegur einsog við hin, en við ættum eingöngu að kenna honum um það sem raunverulega er honum að kenna, einsog t.d. morðið á Kennedy og heimsstyrjöldina síðari, - en ekki ALLT.“ 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.7.2014 kl. 20:46

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég má til með að setja inn pistilinn sem ér skrifaði til að svara Ómari Ragnarssyni þegar hann hrökk í þann gír að tala með munni sleggjudómara göturæsisins um Davíð Oddsson þar sem Gróa á Leiti er dómsforseti auk þess að vera aðal vitni í hverju máli. Bloggið var á síðu Páls Vilhjálmssonar :

„Ómar.

Lestu rannsóknarskýsrlu Alþingis. Þar kemur berlega í ljós að Seðlabankastjórar áttu fund í febrúar 2008 með ríkisstjórninni þar sem forsætis- og utanríkisráðherra sátu að minnsta kosti. Þar var varað við því að bankahrun yrði á næstu mánuðum, aldrei síðar en í október 2008.

Ríkisstjórnn kallaði á alla viðskiptabankana á sinn fund strax í kjölfarið. Þeir mættu með endurskoðendur sína og hlógu góðlátega að seðlabankastjórunum og sýndu „endurskoðað“ bókhaldið því til sönnunar að ekkert væri að óttast. Því gerði ríkisstjórnin ekki neinar ráðstafanir.

Þegar það kom í ljós að ríkisstjórnin myndi ekki bregðast við, setti Davíð á fót yfir 40 manna starfshóp sérfræðinga innan Seðlabankans til að undirbúa hrunið sem bankinn hafði varað við. Hefði Davíð ekki gert þetta þá hefðu íslensk fyrirtæki eða ríkisstjórn eftir 8. október ekki getað fengið greitt fyrir vörur sem seldar voru til erlendra birgja frá ÍSlandi, né heldur fengið innflutt eldsneyti, lyf né nokkuð annað frá útlöndum, sérstaklega ekki eftir að bretar settu Ísland á lista alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka.

Menn ættu nú frekar að þakka Davíð og hinum tveimur seðlabankastjórunum en að hamast á þennan ósvífna hátt á þeim gegn því sem raunverulega er rétt.

Þú manst það vonandi sem Ari Þorgilsson kenndi okkur fyrir margt löngu að við skyldum hafa frekar það sem sannara reynist.

Þá varaði Davíð við þessu óbeint með því sem Guðmundur kaffihúsaspekingur og hagfræðingur sagði í DV að hann hefði aldrei heyrt aðra eins vitleysu og bjargrúnarkenningu seðlabankastjórans um leið og hann hló góðlátlega þannig að bæði vömb hans og undirhaka dúuðu í takt við hlátur hagfræðingsins. Davíð hafði við þetta tækifæri, eða um sumarið 2007, varað aðspurður við þeirri ofsalegu og óvarkáru útlánastefnu bankanna og við værum komin á bjargbrúnina. Þetta var í kjölfar frétta um geysileg innkaup almennings út á krít um sumarið þega Toys'r us opnaði verslun sína sumarið 2007 á Smáratorgi.

Í frétt hefur DV, sjá á slóðinni :

https://www.dv.is/frettir/2007/11/17/bjargbrunarkenning-sedlabankastjora-slegin-af/

haft eftir Guðmundi :

„.....að þjóðin væri á bjargbrúninni vega skuldasöfnunar fyrirtækja og einstaklinga erlendis. "Þetta er bara órökstutt bull. Það veit enginn almennilega hvað við er átt með að þenslan sé of mikil og að hagkerfið geti ofhitnað. Laffer blés af bjargbrúnarkenningu Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra heyrðist mér.......Það var í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem seðlabankastjóri kvartaði yfir því um daginn að almenningur keypti leikföng," segir Guðmundur.“

Sama sagði reyndar Geir H Haarde opinberlega við bankakerfið í desember sama ár.

Það mega bankarnir þó eiga að þeir hægðu eitthvað á gengdarlausu lánsfjárútflæði sínu þegar Davíð ræddi að þeir væru á bjargbrúninni, og enn meira þegar Geir talaði um þetta fyrir jólin 2007, en þó ekki til útrásarvina sinna eins og sjá má í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem og má sjá í fréttum af ýmsum dómsmálum Óla spes undanfarið.

Ég held við verðum að taka undir það sem Stormskerið sagði í bloggi sínu sem og í Morgunblaðsgrein : „Auðvitað hefur Dabbi gert einhver mistök í gegnum tíðina, enda mannlegur einsog við hin, en við ættum eingöngu að kenna honum um það sem raunverulega er honum að kenna, einsog t.d. morðið á Kennedy og heimsstyrjöldina síðari, - en ekki ALLT.“ 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.7.2014 kl. 20:54

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Afbragðsgóð grein að vanda, Gústaf. Lokaorðin eru þó ekki beinlínis til að gleðja vinstrimenn, sem meta alla hluti útfrá verðgildi þeirra. Þeir fyrirgefa ekki Davíð fyrir að hafa ekki smurt sig með útrásaraurum og nú ætlar HHG ekki að taka sérstaka þóknun fyrir að leiða þessa rannsóknarvinnu. Að einhver skuli hafna peningagreiðslum er algerlega banalt í augum vinstrimanna, því það dregur aðeins athyglina að því hve auðveldlega þeir féllu fyrir glópagulli víkinganna. Sjálfboðavinna í þágu þjóðar mun ekki kynda ástarbál í brjostum þeirra í garð Hannesar.

Ragnhildur Kolka, 9.7.2014 kl. 20:58

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka þér fyrir þessar upplýsingar Prédikari góður, verð að játa að ég vissi ekki um þessa þróun í öllum atriðum t.d. að Davíð hefði skipað þennan stóra hóp manna fyrir varnarstörfin og ég er fyllilega sammála Páli Vilhjálmssyni að fyrir slíkt ber að þakka og hefur því verið bjargað sem hægt var að bjarga með þessum aðgerðum.

Samlíking Stormsskersins er tær snilld, allir hljóta að sjá fáranleikann í hrunspuna stjórnmálaandstæðinga Davíðs Oddssonar, sem notuðu tækifærið til að æsa upp fólk gegn þeim sem þjóðinni voru hollastir á erfiðum tímum.

Gústaf Adolf Skúlason, 9.7.2014 kl. 21:06

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Ragnhildur og þakka þér góðu orðin, þín skrif gleðja mig alltaf. Já það passar ekki inn í kenninguna um "auðvaldið" að margt góðra manna og kvenna vilja bara gera sitt besta fyrir þjóðina og er ekki að skara eld að eigin köku. Eins gott að ástin í vinstra brjóstinu verði ekki að óviðráðanlegu báli á meðan slökkviliðið er úrvinda eftir Skeifubrunann....

Gústaf Adolf Skúlason, 9.7.2014 kl. 21:16

6 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Bjargbrúnskenning Davíðs Oddsonar 2007 var á röku reist.

Eina sem hagfræðingum datt í hug var að kalla hana órökstutt bull.

Eina sem Samfylkingunni datt í hug, eftir að hafa fallið fram af bjargbrúninni haustið 2008, var að reka Davíð Oddson og ganga í ESB.

Niðurstaðan er að Samfylkingin og flestir hagfræðingar eru til óþurftar.

Eggert Sigurbergsson, 10.7.2014 kl. 09:01

7 Smámynd: Elle_

Flottur pistill, Gustaf.  Já, það er nú meiri ofurtrú hatursmanna á einum manni.  Það var alltaf orðið honum að kenna ef rigndi út og komu jarðskjálftar og styrjaldir í heiminum. 

Elle_, 10.7.2014 kl. 12:04

8 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Eggert og Elle, ofstopa Samspillingarliðsins sem toppaði með því að særa fram Landsdóm líki ég við nornaofsóknir miðalda. En eins og góður maður sagði: Sannleikurinn kemur fram að lokum. Þjóðin mun skilja göfuglyndi og drengskap þeirra manna og kvenna, sem lögðu allt sitt til að bjarga málum hennar þegar rosaBaugur hrundi.

Gústaf Adolf Skúlason, 10.7.2014 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband