Komið að leiðarlokum Evrópusambandsins

WS_HomeÞýski félagsfræðingurinn Wolfgang Streeck vill afturkalla völdin til þjóðanna til að bjarga Evrópu. Hann telur engan möguleika á, að ríki Evrópusambandsins geti borgað lán sín stöðugt með nýjum lánum, sem krefjast hagvaxtar sem ekki hefur sést síðan á sjötta og sjöunda áratugnum. Í bókinni "Keyptur tími" segir Wolfgang Streeck að auknar skuldir séu forsenda efnahagslegrar hagvaxtar í nánast öllum löndum Vesturlanda, einnig þeim efnamestu. Wolfgang Streeck telur að dregið hafi úr hagvexti þegar á 8. og 9. áratugnum og rými fyrir launahækkanir og aukna velferð hafi minnkað að sama skapi. Þá hafi lýðræðisform skattaríkisins náð hámarki og síðan hafi "hagvöxturinn" verið fjármagnaður með nýjum lánum.

Þegar evrukreppan var í hámarki og ríki eftir ríki voru á leið í gjaldþrot, þar sem þau gátu ekki borgað vextina af lánunum, hvað þá að taka ný lán á miklu hærri vöxtum til að greiða niður gamlar skuldir, þá komu lánadrottnararnir fram og tóku völdin af lýðræðislega kjörnum fulltrúum fólkisns. Þeir ákváðu þá og gera enn, hvort kaupa á ríkisskuldabréf evruríkjanna og á hvaða vöxtum. Um tíma gátu skuldugustu ríkin ekki selt ríkisskuldabréf á vöxtum, sem hægt var að borga. Einungis með því að gangast að kröfum lánardrottna um samfelldan niðurskurð opinberra útgjalda, sölu ríkiseigna o.s.frv. gátu ríkin fengið vaxtasamning, sem á pappírnum leit út fyrir að vera yfirstíganlegur næstu áratugina. Stjórnmálamenn kreppuríkjanna völdu að gefa eftir fyrir lánardrottnurum í stað þess að vinna fyrir kjósendur.

Wolfgang Streeck meinar að skattlagningarríkið hafi þróast yfir í skuldaríkið, þar sem lán eru tekin á grundvelli skattatekna framtíðarinnar til að greiða útgjöld nútímans. Þetta er dæmi sem ekki gengur upp, þar sem greiðslugetan minnkar stöðugt með stærri lánum. Alþjóðlegir peningamarkaðir lifa á lánuðum tíma sem fenginn er með "sýndarpeningum" seðlabanka á lágmarksvöxtum með kröfum um endurskipulagningu ríkja og banka á grundvelli eftirvæntingar um hagvöxt sem engin leið er að fá í fyrirsjáanlegri framtíð.

Tímafresturinn er runninn út og framundan er tímabil uppgjörs lýðræðisafla við fjármálaöflin. Wolfgang Streeck meinar að lýðræðisvæða verði efnahagskerfið og efnahagsvæða lýðræðið með því að þjóðir ESB endurheimti þjóðlegan rétt sinn yfir fjármálum sínum og taki upp þjóðlega gjaldmiðla að nýju. 

Heimasíða Wolfgang Streecks 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Við könnumst við þetta viðhorf Reykvíkingar. Skattfé framtíðarinnar á að borga neyslu dagsins í dag. Áframhaldandi útgjöld og engir tilburðir til að laða að atvinnurekstur. Jafnvel er sá rekstur sem fyrir er óvelkominn, sbr. Flugvöllurinn.

Ragnhildur Kolka, 24.6.2014 kl. 10:20

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það fer að styttast í það að öllum skuldum evruríkjanna verði steypt í einn pott og skattgreiðendur í þessu sömu ríkjum verða síðan látnir greiða sérstakan skuldaskatta um ókomna tíð.

Áður en langt um líður þá fá skattgreiðendur evruríkjanna fjárkröfur um að greiða fyrir gjaldþrota lífeyriskerfi evruríkjanna. Evruríki sem hafa sýnt fyrirhyggju í lífeyrismálum verða mest fyrir barðinu á þessari óráðsíu í lífeyrismálum.

Gangi Ísland í evruvinafélagið þá mun skattgreiðendur fá alla skuldapakana í hausinn. Íslenskum skattgreiðendum verður gert að greiða skuldir suður Evrópu ásamt því að greiða lífeyrir fyrir flestar þjóðir evrusamstarfsins.

Sem dæmi þá þurfa Pólskir bændur ekkert að leggja til sinna lífeyrismála né að borga til samneyslunnar, ekki nema von að þeir séu kampa kátir með að fá niðurgreiðslutékkana frá ESB í hverjum mánuði ásamt þreföldu framlagi frá eigin ríkisstjórn sem fjármagnar flottheitin með þróunarstyrkjum frá EES ríkjunum Noregi, Íslandi og Liechtenstein.

Eggert Sigurbergsson, 24.6.2014 kl. 11:01

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mjög svo góð grein Gústaf Adolf hjá þér og hafðu þökk fyrir hana.

Ég gaf mér leyfi til að deila henni vegna þess að mér finnst hún góð og vera með stóru-spurningarnar sem við Íslendingar þurfum að gera upp við okkur í hvað við viljum áður en ákvörðun um inngöngu í ESB er tekinn.

Vona að það sé í lagi..

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.6.2014 kl. 11:14

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Ekkert sjálfsagðara Ingibjörg og takk fyrir athugasemdir ykkar Ingibjörg, Eggert och Ragnhildur.

Gústaf Adolf Skúlason, 24.6.2014 kl. 11:22

5 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Þörf ábending og svör. Það eina sem einkaeigendum seðlabankanna hefur ekki enn dottið í hug er verðtrygging með íslensku lagi.

Eftir það þarf enginn að reikna neitt meir og gjaldþrotaskatturinn leggst jafnt á alla þá sem ekkert hafa af sér gert.

Hvað söng Spilverkið hér um árið? (eða var það Þokkabót?) " ….come to Iceland, ´cause´it´s a nice land. You can shake the shepherds´hand".

Guðmundur Kjartansson, 24.6.2014 kl. 12:47

6 identicon

Þörf abending, en eitt gleima menn ....

Til dæmis her i sviþjoð, þetta er skatt ofbeldis riki sem skattleggur einstaklinga með um 50 prosent af launum þeirra. Sem gengur svo langt að það borgar sig fyrir rikið, að hafa folk a felagsmalahjalp og skattleggja fyrirtækin, sem þa hafa aðgang að odyrum starfskrafti sem eru þvingaðir atvinnuleysingjar.

Þyskaland hefur það betra, þvi kanski eðlilegt að þeir klagi .. En þo ekki, þvi stærstu raunir þyskalands kemur af sameiningu austur og vesturs, og stærstu raunir evropubandalagsins einnig.

Þvi er þetta ekki einungis fjarhagslegt, heldur einnig politiskt vamdamal sem ekki hverfur með evropubandalaginu .... Siður en svo.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 24.6.2014 kl. 22:06

7 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk fyrir athugasemdir Guðmundur og Bjarne.

Gústaf Adolf Skúlason, 25.6.2014 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband