"J" hjá Framkvæmdastjórn ESB biður starfsmenn ESB að leyna fyrir Grikkjum, að þeir séu starfsmenn ESB

images-1.jpgStarfsmenn ESB hafa fengið tölvubréf frá framkvæmdastjórn ESB undirritað "J", þar sem þeir eru beðnir um að leyna því hjá hverjum þeir starfa, þegar þeir fara til Grikklands. Þetta segir þýzki miðillinn Deutsche Wirtschafts Nachrichten í frétt í dag. 

Í bréfinu er lagt upp, hvernig viðkomandi eiga að tala um fyrrverandi störf og ljúga til um að þeir vinni við annað en störf fyrir Evrópusambandið. Þetta er ráðlagt til að vekja ekki upp "reiðileg viðbrögð" viðmælenda allt frá leigubílstjórum til starfsmanna hótela. 

Þá eru starfsmenn hvattir til að hvergi skilja eftir pappíra, sem ljóstri upp um störf þeirra svo þeir komist hjá aðkasti reiðra Grikkja.

Tölvubréfið kemur frá Framkvæmdastjórn ESB undirritað "J".

Blaðið veltir því fyrir sér, hvort það sé sjálfur forseti Framkvæmdastjórnar ESB Jóse Manuel Barroso. Blaðinu tókst ekki að ná tali af Maríu Damanaki sjávarútvegsráðherra ESB, sem er frá Grikklandi, þegar það fór í prentun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

ESB er komið í ræsið.

Ragnhildur Kolka, 5.3.2013 kl. 14:30

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Ragnhildur, það er eitthvað meira en lítið að, þegar ESB ákveður að dulbúast svo starfsmenn þess þekkist ekki. Ekki dettur búrókrötunum í hug að spyrja, hvort reiði almennings stafi að einhverju leyti að verknaði búrókratanna sjálfra, sem búnir eru að fótum troða lýðræðið og hneppa kynslóðir Evrópubúa í skuldafjötra og atvinnuleysishlekki.

Gústaf Adolf Skúlason, 5.3.2013 kl. 21:42

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sannarlega andstyggilegt viðhorf þessa óhugnanlega liðs. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2013 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband