Ţakkir til Morgunblađsins fyrir ađ segja hlutina eins og ţeir eru

vandinnisverigeŢađ er alltaf gott ađ finna til stuđnings frá samherjum og greinilega finna margir fyrir einsleitni fréttastofu rétttrúnađarútvarpsins. Virđist sem rétttrúnađurinn speglist meira og minna í öllu litrófi daglegra frétta og ţví ástćđa til grundvallar rannsóknar og endurskođunar á starfseminni. Ég er alla vega ekki einn á báti međ „sćnskar draugasögur" t.d. skrifađi Sigurđur Már Jónsson góđan pistil međ lýsingu á sćnsku skálmöldinni og vitnađi bćđi til bókar Jóhönnu Bäckström Lerneby „Familjen" um Ali Khan glćpaklaniđ í Gautaborg og heimdarmynda um stríđ glćpahópanna í Gautaborg sem hann bendir á, ađ RÚV ćtti ađ sýna. Er hér međ tekiđ undir ţá ábendingu af heilum hug og skal Sigurđur Már Jónsson hafa ţakkir fyrir greinaragóđ, sönn og rétt skrif í einstökum atriđum um hiđ ţrungna ástand sem glćpahóparnir hafa skapađ í Svíţjóđ. 

Björn Bjarnason skrifar prýđilega grein 12. júlí um stjórnmálaástandiđ í Svíţjóđ og sjálfskaparvíti Svía og segir ađ sjá megi merki á Íslandi, ađ ţagađ er um tengsl milli ofbeldisverka og innflytjenda. Meira ađ segja er ţess krafist, ađ útlendingastofnun sé aflögđ, fari hún ekki ađ kröfu öfgamanna. Segir Björn réttilega ađ betra sé ađ lćra af reynslu annarra en ađ glíma viđ sjálfskaparvítiđ sem landsmenn geta veriđ sammála um. Vitnar Björn í skrif Jyllands-Posten um Svíţjóđ sem  „víti til varnađar." Danir eru skarpir og snöggir í hugsun og framkvćmd varđandi ofbeldis- og innflytjendamálin og er ţađ ein af ţverstćđum norrćnnar „jafnađarstefnu" ađ danskir kratar leiđa ţróun, sem gengur ţvert gegn stefnu sćnskra krata. Ţannig gera Danir kröfur núna um samsetningu íbúđarhverfa, ađ aldrei verđi meira en 30% hámark íbúa frá „ekki vestrćnum löndum". 11% af 5,8 milljónum Dana eru af erlendu bergi og 58% ţeirra frá ekki vestrćnum löndum. Ráđa á niđurlögum hliđarsamfélaga í síđasta lagi ár 2030 en í dag eru a.m.k. 15 slík í gangi og 25 til viđbótar á leiđinni. 

Leiđari Morgunblađsins tekur upp vandann í Svíţjóđ í dag og sýnir mér heiđurinn ađ vitna til greinarinnar um rétttrúnađarútvarp vinstrimanna í blađinu s.l. mánudag. Er ţađ afskaplega gott ađ vita og vermir hjartarćturnar ađ finna stuđninginn viđ ţađ sjálfsagđa atriđi, ađ mikilvćgt er ađ segja hlutina eins og ţeir eru, hvort sem um er ađ rćđa innflytjendur eđa ekki. Ţetta hefur veriđ eitt af stóru bitbeinunum í sćnskum stjórnmálum undanfarin ár, ţar sem ţeir sem hafa viljađ rćđa vandann, hafa sett sig í ţá hćttu ađ á ţá sé ráđist međ offorsi og rasistastimplum frá vinstri. Sćnskir sósíaldemókratar virđast ćtla ađ beita ţeim brögđum í ríkari mćli og af meiri hörku í komandi kosningabaráttu, sem de facto er hafin, samanber yfirlýsingu Monu Sahlin f.v. formanns sósíaldemókrata í grein í Aftonbladet nýlega. Skrifar hún, ađ athugasemd Ulf Kristersson formanns Móderata um „íţyngjandi" fólksinnflutninga „séu sögulaus og djöfulleg orđ." Segir Sahlin ađ „glćpamennska sé vandamál karla en konur komist áfram í lífinu, ţví ţćr mennti sig." Spyr Mona Sahlin hvort ţađ séu ekki „karlmenn sem eru íţyngjandi og konur möguleikinn?"

Ţađ er góđs viti á Íslandi ađ til er heilbrigđ skynsamleg afstađa til umrćđna og málefna og óhćtt ađ ítreka enn og aftur ţađ, sem ćtti ađ vera svo sjálfsagt á okkar tímum en er ţví miđur ekki alltaf: Ađ segja hlutina eins og ţeir eru. Ţá setningu ćttu starfsmenn fréttastofu rétttrúnađarútvarpsins ađ skrifa út í stórum bókstöfum og hengja á sýnilegum borđum út um alla stofnun bćđi ađ innanverđu og utanverđu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góđur pistill.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.7.2021 kl. 20:28

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk Heimir fyrir góđ orđ ţín. Kveđjur

Gústaf Adolf Skúlason, 15.7.2021 kl. 00:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband