Blaðafulltrúar ráðuneytanna afturkalla ekki ESB-umsókn Íslands

mbl260919Er maður á toppnum þá er stundum erfitt að toppa sjálfan sig. Þeim mun erfiðara því oftar sem það er gert. Ekkert stöðvar þó Morgunblaðið sem í leiðara dagsins framreiðir enn eitt meistaraverkið um íslenska stjórnskipun. Skrif Mbl. veita bæði sannan og kærkominn innblástur og eru hvatning til dáða fyrir lýðræðið í landinu. Ekki er samt víst að þeir sem um er fjallað nái að melta það.

Fyrir utan að bregða upp mynd af þýðingarmiklu starfi lögreglunnar sem er í skærri mótsögn við dökk niðurskurðarskærin, þá víkur Morgunblaðið að kerfisþróun sem lengi hefur verið rætt um: 

"Ráðherrar verða sífellt máttlausari í ráðuneytum „sínum“ og koma oftar en áður fram sem blaðafulltrúar þeirra en ekki eins og þeir sem alla ábyrgð bera....Mannaval „kerfisins“ hefur smám saman verið tekið úr höndum ráðherrans og fært að sögn til alviturra excel-skjala. En þau eru í höndum manna af holdi og blóði rétt eins og ráðherrann er, en hafa ólíkt honum ekkert raunverulegt umboð frá fólkinu í landinu og bera enga ábyrgð á sínum ákvörðunum sem þó eru sagðar endanlegar!"

Þessi þróun hefur leitt til andlýðræðislegra stjórnarathafna eins og að ganga bakdyrameginn inn í ESB:

"Embætti eins og það sem þó er kennt við þingið sjálft hefur breyst í að verða helsti talsmaður skrifræðis í landinu og fleira kemur til sem verður til að völd ráðherra minnka með degi hverjum. Og þar með minnka um leið þau óbeinu áhrif sem kjósandinn hefur með atkvæðum sínum. Lagasetningarvaldið er að auki flutt æ oftar úr landinu í fullkomnu heimildarleysi og nú síðast var stigið risaskref í þá átt þegar nafnlausir embættismenn sannfærðu kjarkleysingjana í kringum sig um að framvegis mætti ekki hafna neinu því sem frá ESB kæmi í nafni EES-samningsins, þrátt fyrir grundvallarákvæði hans sjálfs. Þar með hefur verið ákveðið að fara bakdyramegin inn í sambandið." 

Það er deginum ljósara að gíslantaka stjórnmálanna á þennan hátt sem hér hefur verið lýst eyðileggur stjórnskipun íslenska lýðveldisins. Slíkt gagnast heimsvaldastefnu ESB sem vill komast yfir náttúrulindir Íslands. 

Þjóðin þarf að veita þingflokkum sem ástunda niðursneiðingu lýðræðisins lexíu í næstu kosningum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ástandið hér á Íslandi er því miður orðið hörmulegt.

Ģuð blessi þá sem sitja eftir í súpunni.

Jónatan Karlsson, 26.9.2019 kl. 18:13

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Já, ekki er það fagurt tilsýndar að vitna frávikin frá stjórnarskránni okkar. 

Gústaf Adolf Skúlason, 27.9.2019 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband