Ungverjar og Framsóknarmenn kjósa í dag

screen-shot-2012-10-01-at-7-07-59-pm"Vilt þú að það verði í höndum Evrópusambandsins að ákveða hvort íbúum annarra ríkja verði leyft að setjast að í Ungverjalandi án samþykki þingsins?" (lausl. þýtt) er spurt í þjóðaratkvæðagreiðslu dagsins í Ungverjalandi. 

Búist er við yfirburðasigri NEI svarsins, sem verður þungt högg á forráðamenn ESB og endalok þvingandi flóttamannaúrræða Evrópusambandsins. Þar með setja Ungverjar Ungverjaland í vonanna birtu.

"Vilt þú að það verði í höndum hrópandi lýðs á Austurvelli og hrægammastjóra að ákveða hver verður næsti formaður Framsóknarflokksins án samþykki flokksmanna?" gæti spurning dagsins í formannskjöri Framsóknarflokksins verið.  

Með yfirburðasigri NEI svarsins verður þungu höggi komið á popúlisma göturæðisins og fjármálasvindlara, sem fela sig á bak við keypta "rannsóknar"blaðamenn og tölvuþrjóta.

Með Sigmund Davíð Gunnlaugsson áfram við stýrið kveikja Framsóknarmenn vonanna birtu næsta kjörtímabil á Íslandi.

Í vonanna birtu 2. október 2016

 


mbl.is „Menn hafa haldið fram ósannindum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Sigmundur D. er EINI FORMAÐUR FRAMSÓKNAR- UTAN LJÚFLINGSINS ÚR FLÓANUM- SEM HEFUR UNNIÐ FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU.

 Fyrverandi forystumenn framsóknar hirtu allt sem hægt var að stela af landsmönnum-- og enginn sagði neitt. Fóru stórauðugir af ÞESSUM VINNUSTAÐ SEM Á AÐ VERJA HAGSMUNI ALMENNINGS.

Erla Magna Alexandersdóttir, 2.10.2016 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband