Sorinn grefur undan lýðræðinu

images-1Fáir eru jafningjar Vigdísar Hauksdóttur, þegar kemur að hispursleysi, heiðarleika, frambærni og umræðustíl. Er hún búin leiðtogakostum sem margir aðrir eru grænir af öfund yfir. Það er þess vegna ekkert skrýtið, að hún ásamt fleirum góðum stjórnmálamönnum sem Ísland býr yfir, verða fyrir daglegri öfund og upphrópunum misheppnaða stjórnmálafólksins, sem er mest óánægt með eigið getuleysi, en reynir að kenna öðrum um. 

En drifið, sem Vigdís Hauksdóttir ásamt fjölda góðra stjórnmálamanna verður stöðugt fyrir er annað og meira en einskær öfund og misunnarsemi. Hér eru á ferðinni meðvitaðar árásir sem fengu brautargengi í sigri vinstri stjórnarinnar á rústum bankakerfisins, þegar upp hófust gengdarlausustu nornaveiðar Íslandssögunnar og ganga átti milli bols og höfuðs bæði á Framsóknarmönnum og Sjálfstæðismönnum.

Fyrstur úti var Davíð Oddsson sem eftir lengsta, samfellda tímabil eins forsætisráðherra leiddi Ísland í sögulegum uppgangi, þar sem landsmenn nutu kjara og velferðar í mun ríkari mæli en áður þekktist. Notuðu stjórnmálaandstæðingar Davíðs í Samfylkingu og Vinstri grænum bankahrunið til að kenna Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum um glæpaverk skjólstæðinga þeirra sjálfra í fjármálaheiminum. Á örlagastundu ruddist vinstri herinn fram á sjónarsviðið og hjó af hverja þá sáttarhönd sem rétt var fram í heilögu stríði sósíaldemókratismans á Íslandi. Brjóta átti niður sjálfsvitund og frelsisþrá landsmanna og gera landið að amti í Evrópusambandinu og sjálfir ætluðu kratarnir og teymi þeirra í Vinstri grænum að gerast ríkulega launaðir amtstjórar yfir Íslandi.

Sósíaldemókratismi nútímans á Fróni er saga einstaklinga sem fylgja í blindni áróðri alþjóðlegra sósíaldemókrata á Vesturlöndum, sem margir hverjir eru talsmenn stórbanka og fjármálafyrirtækja. Á Íslandi hefur það orðið að eigin markmiði að verða duglegastur hlaupaköttur tóngefandi krata í Bretlandi og í Svíþjóð. Þess vegna þurfti íslenska þjóðin að taka sig a.m.k. tvívegis saman í Icesave þjóðaratkvæðagreiðslunum og sýna þessu liði, hver vilji þjóðarinnar væri, sem var að sjálfsögðu eitthvað allt annað en vilji Vinstri stjórnarinnar sálugu. Þessir heilaþvegnu stjórnmálamenn vinstri stjórnarinnar orsökuðu Íslandi ómældum skaða ofan á aðrar hremmingar, sem landið þurfti að ganga í gegnum í kjölfar heimskreppu í efnahagsmálum og séríslenskrar fjármálaglæpastarfsemi í bönkunum fyrir hrun.  

Það er heiður fyrir Vigdísi Hauksdóttur að hafa kjark að hreyfa við þessum málum. Það er heiður fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar að hreyfa við þessum málum. Íslenska þjóðin hefur ekkert við þennan sora að gera, sem dag og nótt nærist á því að eyðileggja fyrir rétt kjörnum fulltrúum fólksins. Lýðræðið okkar byggist á því, að þeir sem við kjósum til starfa fái starfsfrið.

Það er heiður fyrir íslensku þjóðina, ef við getum öll orðið vandaðri í málflutningi okkar og tamið okkur meiri gaumgæfni að íhugun staðreynda við dægurmálin. 

Staðreyndir eru ekkert sérstaklega flóknar. Það er eitthvað sem flestir geta ekki deilt um og er mælanlegt. T.d. að Ísland er ekki aðili að ESB og að íslenska krónan er gjaldmiðill lýðveldisins og ríkisstjórnin er að vinna að uppgjöri við þrotabú bankanna með afléttingu gjaldeyrishafta að markmiði.

Það er staðreynd að yfirgnæfandi fjöldi landsmanna vill að flugvöllurinn verði áfram í Reykjavík. Það er einnig staðreynd, að Reykjavík er sokkin í forarpytt skulda og fjárlagahalla. 

Heilaþvegnir stjórnmálamenn falla allri á staðreyndaprófinu. Fyrir þá eru markmiðin eigin hagsmunir og fórna má hverju sem er til að ná þeim. Jafnvel fámennri, harðduglegri og friðsamri þjóð á eyju í miðju Atlantshafi.

 

 


mbl.is Ósýnilegur her neikvæðrar umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góður pistill.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.11.2015 kl. 18:42

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka góð orð þín Heimir.

Gústaf Adolf Skúlason, 8.11.2015 kl. 19:50

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vönduð er grein þín og öflug, Gústaf, minnir á ljóta hluti frá veldisárum vinstri manna í Stjórnarráðinu og aðra nýrri og litlu skárri í Ráðhúsi Reykjavíkur, en jafnframt á hitt, að til eru bjartari hliðar á tilverunni. smile

Jón Valur Jensson, 9.11.2015 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband