Á barmi styrjaldar

Gudrun-Persson-992

Sænska sjónvarpið átti viðtal við Rússlandssérfræðinginn Gudrun Persson hjá rannsóknarstofnun Varnarmála í Svíþjóð í gærkvöldi, þar sem Gudrun lýsti yfir áhyggjum vegna þróunar mála í Úkraínu.

”Ástandið í Austur - Úkraínu minnir á það sem gerðist á Krím. Nú eins og þá segja Rússar að rússneskar hersveitir séu ekki að verki. Við höfum séð eins konar rússneskar úrvalssveitir í gær og í dag, sem hafa hertekið byggingar á mörgum stöðum. Þetta getur verið aðdragandi að meiriháttar innrás,” sagði Gudrun.

Hún telur, að Úkraína standi frammi fyrir örlagastundu, því ef Úkraína skerst í leikinn gegn rússneskt sinnuðum aðildarsinnum sem hafa hertekið opinberar byggingar, þá muni það verða Rússum tilefni að halda aðgerðum áfram. Ef Úkraína grípur ekki í taumana muni ástandið líkjast því, sem gerðist á Krím-skaganum.

Á Krím lét úkraínska stjórnin ekki hart mæta hörðu en segist ætla að gera það núna?

”Það er það sem er svo alvarlegt, við erum á barmi innanríkisstyrjaldar í Evrópu. Það er athyglisvert, að Vladimir Putín talar um ”rétt okkar til sögulegra landssvæða.” Ef við lyftum þeim steini getur það leitt okkur afar langt,” sagði Gudrun Persson.

Hvernig geta ESB, USA og NATO brugðist við?

”USA talar um áframhaldandi fjárhagslegar refsiaðgerðir sem einnig er uppi á teningnum hjá ESB. Ég á erfitt með að sjá hernaðaríhlutun fyrir mér. NATO hefur lýst því yfir, að það muni aðstoða meðlimi en ekki aðra. NATO hefur flutt herdeildir í austri en það eru táknrænar aðgerðir,” segir Gudrun Persson.

Fréttaritari sænska sjónvarpsins Elín Jönsson lýsti, í viðtali frá Moskvu í gær, að ákvörðun ríkisstjórnar Úkraínu um að beita hervaldi er í Rússlandi talin marka upphaf innanríkisstyrjaldar og að stjórnin í Kænugarði vilji spilla blóði og lífum til að styrkja eigin völd.

”Það er mjög uppskrúfuð umræða hér í Rússlandi. Það er talað um frumkvæði Vesturvelda og að bandaríska leyniþjónustan liggi að baki ákvörðunarinnar og að Vesturlönd séu að innlima Úkraínu.”

Gudrun Persson sagði að það væru rússneskir hermenn að störfum í Úkraínu og það sama segja margir aðrir?

”Þessu neita Rússar. Utanríkisráðherrann segir þetta lygar sem bandarískir fjölmiðlar dreifi til að villa um fyrir fólki,” sagði Elin Jönsson.

Ef ástandið magnast enn frekar og úkraínski herinn grípur inn – hvað gera Rússar þá?

”Það er erfitt að vita. Fáir sáu það fyrir hvað mundi gerast á Krím og það er einnig erfitt að sjá fyrir í stöðunni núna. En það er ljóst að Rússar vilja skapa upplausnarástand og jafnvel koma í veg fyrir kosningarnar í Úkraínu í maí.”


mbl.is Forsetinn hótar hernaðaraðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er eldfimt ástand þarna og engar einfaldar lausnir í stöðunni. En var þetta ekki fyrirsjáanlegt stax eftir yfirtökuna a Krím?

Ragnhildur Kolka, 14.4.2014 kl. 19:53

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Ragnhildur, jú öllum samningum og reglum var kippt úr sambandi með hertöku Krím og núna heldur Pútín áfram útþenslustefnu sinni skv. "rétti til sögulegra landamæra". Ég held að heimurinn hafi sofnað á verðinum og haldið að Rússar væru orðnir "góðir" sem sýnir sig heldur betur að er rangt. Komið hefur fram að auðmenn/ólígarkar borgi mönnum fyrir óeirðir í austurhluta Úkraínu til þess að tryggja eigin samningastöðu t.d. skattaafslátt, skuldaniðurfellingu o.þ.h. í samskiptum við stjórnina í Kíev. Trúlega rífa Rússar í sig austurhlutann ef ekki alla Úkraínu.....

Gústaf Adolf Skúlason, 14.4.2014 kl. 21:41

3 identicon

Er þá ekki líklegt að þetta verði eitthvað meira heldur en bara Úkraína?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2014 kl. 21:52

4 identicon

Sæll Gústaf Adolf - líka sem og aðrir gestir þínir !

Ragnhildur og Kristján !

Mér þykir miður - hversu samdauna þið ætlið að verða / mínum gamla samherja - gegn ESB og Icesave´s átroðningnum hér á landi:: hinum mæta síðuhafa Gústaf Adolf.

Þið athugið kannski ekki - að Gústaf virðist orðinn nokkuð hallur undir vetrænar LYGAR og HRÆSNI gegn Rússum / og allsendis ómeðvitaður um þann mikla vanda sem er / að halda utan um stærsta ríki 2veggja Heismsálfa - sem aðeins Úral fjöllin ná að skilja - á milli.

Hver - væri sönglandinn í Obama og Merkel vinum / hefði Alexander Keisari II. ekki selt Alaska í Norður- Ameríku yfir til Bandaríkjamanna árið 1867 / gott fólk ?

Til dæmis - að taka ?

Öngvu að síður - með beztu kveðjum af Suðurlandi sem oftar /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.4.2014 kl. 22:52

5 identicon

.... afsakið Bévítans ritvillurnar / hér efra. Var skrifað - í 1/2 gerðu Rökkri gott fólk.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.4.2014 kl. 22:59

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

K.B.K. Ef og þegar Nato skerst í leikinn er líklegt að stríðið breiðist út og verði hugsanlega upphafið að þriðju heimsstyrjöldinni. Pútín getur þá glaðst yfir því að e.t.v. fara til sögunnar sem meiri foringi en Hitler í líkum talið.

ÓHH þú ert mikill Rússavinur, en hver eru réttindi venjulegra íbúa Úkraínu, sem vilja ráða málum sínum sjálf óháð erlendum stórveldaaöflum í austri og vestri? Mér finnst það merkilegur hæfileiki að geta horft fram hjá hertöku Úkraínu, brot á gerðum samningum (Búdapest 92, þegar Úkraína afsalaði sér kjarnorkuvopnum gegn vernd USA, Rússa og Breta), stjórnarskrá (ólöglegar kosningar og stjórn á Krím m.fl.), þjóðarrétti (breyting á landamærum með ofbeldi) og lýðræðisreglum bara af því viðkomandi er upp á kant við annað stórveldi, sem manni er illa við. Af hverju virðir þú ekki sjálfsákvörðunarrétt Úkraínubúa eins og þú segist virða þann íslenska?

Gústaf Adolf Skúlason, 14.4.2014 kl. 23:19

7 identicon

Sæl - á ný !

Með framtíð Úkraínu - kann að vera úr vöndu að ráða / séu Úkraínumenn undir augljóslegri pressu Bandaríkjanna og ESB.

Það liggur - í hlutarins eðli / líkt og með mörg annarra Austur- Evrópuríkja - að þeir þurfa að geta ráðið fram úr sínum málum án frekari Vestrænna afskipta - sé mið tekið af nágrenninu við Rússa auk annarra þjóða / hvort heldur er meirihluti eða minnihluti Úkraínumanna eða Rússa - eins og í Vesturhluta landsins / líkt og Austurhlutanum fái hlutföll að ráða - í framtíðinni / þeir sem vilji Úkraínu sjálfstæða að vestanverðu sem sagt - sem og hinir austan til sem vilji sameinast Rússlandi - mögulega.

Tataranir Múhameðsku aftur á móti - geta hypjað sig yfir til Tyrklands eða Írans / að meinalausu - enda fer bezt á því að Mekku liðið sé sem næst þeim plássum - fornvinur góður.

Ekki lakari kveðjur - en öðrum og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.4.2014 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband